Supersilent

Supersilent
Photographer
Carsten Aniksdal
Supersilent er á meðal þeirra 13 listamanna og hópa sem tilnefndir eru til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2017.

Supersilent (Arve Henriksen, Ståle Storløkken og Helge Sten) leikur spuna þar sem raftónlist og órafmagnaðir tónar mætast í opinni og listrænni forvitni. Árið 2017 hefur hljómsveitin verið starfandi í 20 ár og sent frá sér 13 plötur, en á þeim átta fyrstu mynduðu meðlimirnir kvartett ásamt Jarle Vespestad trommuleikara.

Frjáls spuni og áhersla á hljóðið sjálft, fremur en einstök hljóðfæri, eru grundvallaratriði í starfi Supersilent. Helge Sten er einn af fyrstu Norðmönnunum til að gera það sem hann sjálfur nefnir „audiovirus“ – hávær rafræn áhrifshljóð – að sínu helsta tjáningarformi. Arve Henriksen (trompet, söngur og slagverk) og Ståle Storløkken (hljómborð, orgel og píanó) eru sömuleiðis gjarnir á að leggja aðalhjóðfæri sín til hliðar og taka upp önnur.

Við gerð plötunnar 9 léku allir meðlimirnir þrír á hammond-orgel með effektum. Tónlistin á plötunni ber tölur í stað titla og er þannig galopin fyrir hugrenningatengslum áheyrenda. Tónlistin kemur fyrir sem úthugsuð og opin í senn og veitir einstaka innsýn í starf þessara þriggja hljóðlistamanna.

Sem listrænn framleiðandi og virkur þátttakandi í samtali tónlistarinnar hefur Supersilent haft mikil áhrif á fjölda tónlistarfólks.