Tebogo Monnakgotla

Tebogo Monnakgotla
Ljósmyndari
Oscar oRyan
Tilnefnd fyrir verkið „Jean-Joseph“

Jean-Joseph er stutt ópera eftir Tebogo Monnakgotla sem varð til sem verkefni konunglegu sænsku óperunnar um nýja kammeróperu, Short Stories.

Jean-Joseph sýndi sig að vera tónleiklistarperla og uppsetningin vakti mikla athygli sænskra fjölmiðla. „Eitt efnilegasta unga tónskáld þjóðarinnar,“ skrifaði Camilla Lundberg í Dagens Nyheter um Tebogo Monnakgotla í dómi sínum um frumsýninguna.

Jean-Joseph er þétt, kraftmikið og tindrandi tónverk sem heldur áheyrendum föngnum frá upphafi til enda.

Tebogo Monnakgotla hefur samið tónlist fyrir margs konar tónlistarhópa en þar má nefna Kammarensemblen, Musica Vitae, Avanti!, Sveriges Radios symfoniorkester og Radiokören.

Árið 2017 hlaut hún verðlaun kennd við Carin Malmlöf-Forssling með eftirfarandi umsögn dómnefndar: „Skörp og nálæg tónlistargáfa Tebogo Monnakgotla skín í gegnum nútímalegt tónmálið sem hún beitir með óvæntum og áhrifamiklum litbrigðum í tónsmíðum sínum. Náttúrulega og ljóðræna gáfu sína notar hún til að kanna fegurð og ljótleika öfganna og útkoman er verður ný og vægast sagt umhugsunarverð.“