Uyarakq & Peand-eL

Uyarakq & Peand-eL
Photographer
Norden.org
Tilnefndir fyrir verkið „Kunngiitsuuffik“ (Lýðveldi)

Með safnskífunni „Kunnigiitsuuffik“ (Lýðveldi) hafa tónlistarmaðurinn Uyarakq og rapparinn Peand-eL fært til mörkin á því hvað er viðtekið og hvað má í heimi tónlistarinnar.

Rafrænn tónlistarstíll er mjög nýlegur í Grænlandi, og frumherjinn Uyarakq hefur verið afar afkastamikill síðan 2010 og gefið út margar smáskífur og safnskífur. Uyarakq leggur stund á fullkomlega einfalda raftónlist og notar einungis til þess gamaldags Nintendo Gameboy. Hann semur tónlist fyrir kvikmyndir og nú að auki framsæknari raftónlist, einnig af Dubstep-gerðinni.

Á safnskífunni „Kunnigiitsuuffik“ taka Uyarakq og Peand-eL brot úr sígildum brautryðjendatónverkum eftir mikla listamenn eins og Ole Kristiansen og Sume, sem innihalda kerfisgagnrýna texta og hafa fært til mörkin í grænlenskum tónlistarheimi.

Peand-eL, sem telst nú til „gömlu“ rapparanna í Grænlandi, hefur gefið út samstæða þrennd af safnskífum á tíu ára tímabili. Með „Kunnigiitsuuffik“ leggur hann á nýjar brautir með því að sameina raftónlist og tilraunakennt hip-hop. Hann notfærir sér einnig nýja rappaðferð, sem kallast raunsætt rapp og skapar óþekkta og framandi hrynjandi.

Í „Kunnigiitsuuffik“ hafa Uyarakq og Peand-eL samtengt tvær tónlistargreinar í ævintýralega safnskífu. Þetta er vel heppnuð tilraunatónlist, þar sem tónlistargreinarnar tvær hafa hvor fyrir sig á gegnhugsaðan hátt fléttað sig saman, og nota tilvísanir í söguleg augnablik úr grænlenskri sögu innan tónlistarinnar.