Verandi (Íslandi)

Verandi (Island)
Photographer
Verandi
Framleiðir vandaðar húðvörur með því að endurnýta auðlindir náttúrunnar.

Verandi vinnur með sjálfbærni og endurnýtingu með því að framleiða snyrtivörur úr hráefnum sem ella yrði hent. Fyrirtækir endurnýtir m.a. kaffikorg og kakóbaunahrat sem ella yrði úrgangur eftir að hafa ferðast yfir hálfan hnöttinn. Verandi endurnýtir einnig krækiberjahrat, sem verður til við sultuframleiðslu og „byggsag“. Verandi kynnir nýstárlega aðferð þar sem hollum og góðum hráefnum, sem ella yrði hent, er breytt í auðlindir fyrir nýjar vörur. Norrænir neytendur halda áfram að drekka kaffi og borða súkkulaði þrátt fyrir að hráefnin séu ekki ræktuð á svæðinu og að þau þurfi að flytja heimshornanna á milli. Því verður æ brýnna að finna aðferðir sem gefa fólki kost á að nýta dýrmæt hráefnin oftar en einu sinni.