Verðlaunahafi 2000

Bellona, Noregi

Umhverfissamtökin Bellona fengu verðlaunin fyrir brautryðjendastarf samtakanna með geislavirkan úrgang.

Í rökstuðningi kemur fram að Bellona hafi fengið verðlaunin fyrir „starf sitt að lausn umhverfisvandamála á hafsvæðum Norðurskautsins og í Norðvestur-Rússlandi".

Starf Bellona hefur haft í för með sér stofnun rússneskra umhverfishópa, vakið athygli á stærstu umhverfisvandamálum svæðisins og þar með stuðlað að samstarfi um umhverfisvernd milli Norðurlanda og grannsvæða þeirra.

Bellona hefur lagt áherslu á hættuna á leka á geislavirku efni á Barentssvæðinu og það hefur orðið til þess að fjölmörg alþjóðleg verkefni til verndunar umhverfisins hafa orðið að veruleika.