Verðlaunahafi 2002

Arne Næss, Noregi

Arne Næss Prófessor emeritus er sá einstaklingur á Norðurlöndum sem uppfyllir kröfurnar betur en nokkur annar.

Hann er upphafsmaður vistvænnar hugsunar. Síðan hann varð prófessor árið 1939 aðeins 27 ára gamall, hefur hann verið virkur á fleiri sviðum heimspekinnar.

Í náttúruheimspeki sinni fjallar hann um grundvallarspurningar eins og hvað þarf til, til að leysa þau úrlausnarefni sem við stöndum andspænis í dag.

Það sem einkennir nálgun Arne Næss er umhyggja hans fyrir náttúrunni hefur ekki haft áhrif á umhyggju hans fyrir manninum.

Enginn norskur heimspekingur hefur haft eins mikil áhrif og Arne Næss.

Hann hefur með persónuleika sínum, þekkingu og brennandi áhuga stuðlað að fjallað hefur verið um grundvallaratriði þróunar.

Með léttri og óvenjulegri framkomu hefur hann náð til annarra og fleiri hópa einstaklinga með hugmyndir sínar um samband mannsins og samfélagsins til náttúrunnar.