Verðlaunahafi 2009

Kari Kriikku
Photographer
Marco Borggreve
Finnski tónlistarmaðurinn og klarinettuleikarinn Kari Kriikku hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs árið 2009

Kari Kriikku er viðurkenndur á alþjóðavettvangi og er þekktur sem framúrskarandi fulltrúi og sendiherra nútíma tónlistar.

Dómnefndin skrifar í rökstuðningi sínum:

„Kari Kriikku hefur sýnt einstaka hæfileika í klarinettuleik. Leikur hans einkennist af sveigjanleika og mikilli tónlistargleði, og hann er tónlistamaður í orðsins fyllstu merkingu. Kriikku er frumkvöðull á sínu sviði sem einleikari og það hefur leitt til þess að hann hefur unnið með fjölmörgum nútíma tónsmiðum og frumflutt verk þeirra. Sem kammertónlistarmaður hefur hann einnig farið út fyrir ramma klassískrar tónlistar í flutningi og túlkun".

Kari Kriikku hefur gefið út fjölmargar hljómplötur. Þær eru fjölbreyttar, allt frá C.M. von Weber til Kimmo Hakola og Magnus Lindberg, auk þess sem hann hefur tekið hliðarspor í popptónlist. Sviðsframkoma og hæfileikar hans hfa styrkt ímynd hans sem einstaks og þroskaðs listamanns.

Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs nema jafnvirði 350.000 danskra króna. Þau verða afhent á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi í lok október.