Veronique Vaka

Silvia Gentili
Photographer
Silvia Gentili
Veronique Vaka er tilnefnd til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2020 fyrir „Lendh“. Hljómsveitarverk (2019).

Rökstuðningur:

Veronique Vaka er kanadískt tónskáld og búsett á Suðurlandi. Öll verk hennar bera vott um sífellt nýstárlegri leiðir til að túlka náttúruna í tónlist af framúrskarandi hagleik og ljóðskyni. Hún er fædd 1986 og lauk meistaraprófi í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands. Tónskáldið leitast við að skapa ljóðrænt samhengi milli óspilltrar náttúru og tónlistarinnar, efniviðinn sækir hún í umhverfi sitt, ofsafengið haf og drunur í jörðu. Stíll hennar er í raun og veru nokkuð lífrænn þar sem hún leggur áherslu á þætti eins og hrynjandi, áferð og tónblæ. Veronique Vaka hefur samið verk fyrir kammersveitir, strengjakvartett, fiðlukonsert og verk fyrir sinfóníuhljómsveit. Tónverkið Lendh fyrir sinfóníuhljómsveit var nýlega tilnefnt til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem tónverk ársins 2019.