Yggdrasil

Yggdrasil
Photographer
Yggdrasil
Yggdrasil er á meðal þeirra 13 listamanna og hópa sem tilnefndir eru til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2017.

Yggdrasil er hópur spunatónlistarmanna með fjölbreytta sýn á tjáningu tónlistar. Píanóleikarinn Kristian Blak er stofnandi hópsins og forsvarsmaður og er megnið af tónlist hópsins samið í samfléttun við aðrar listgreinar, svo sem dans og sjónlistir.

Kjarni Yggdrasils er færeyskt tónlistarfólk með rætur í djasstónlist. Fleiri tónlistarmenn koma einnig að verkefnum hópsins, allt eftir stíl verkefnis og landfræðilegri staðsetningu hverju sinni. Samspil spunaaðferða úr ýmsum áttum, s.s. djassi, heimstónlist, rokki og sígildri tónlist, er sérkenni á tónlistarsköpun hópsins og er útkoman undantekningarlaust spennandi hljóðheimur þar sem kímni og ófyrirsjáanleiki eru aldrei langt undan.

Frá stofnun Yggdrasils árið 1981 hefur hópurinn haldið tónleika á mörgum afskekktum stöðum heimsins og sent frá sér fimmtán hljómplötur.