Gerth W. Lyberth

Gerth W. Lyberth

Gerth W. Lyberth

Photographer
Gerth W. Lyberth
Gerth W. Lyberth er á meðal hinna 13 listamanna og hópa sem tilnefndir eru til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2021.

Rökstuðningur:

Gerth (Gerth W. Lyberth) er listamaður sem við höfum beðið lengi. Fjölmörg myndbönd eftir hann hafa notið vinsælda á YouTube og Facebook, og sköpunargleði hans er óviðjafnanleg. Hann semur og tekur upp sín eigin lög og framleiðir einnig eigin tónlistarmyndbönd.

Á fyrstu plötu Gerths, Anorisaat, eru lög sem hann hefur unnið að í allt að 15 ár og sem hann tók upp í tveggja herbergja íbúð sinni. Tónlist hans fellur í flokk nútímapopps með raftónlistartöktum og hljóðhrifum, auk bjögunaráhrifa á gítar og söngs í slíkum gæðaflokki að fáheyrt er á Grænlandi. Lögin eru ýmist hressileg eða hæg og sérlega ánægjulegt er að hlýða á tjáningarríka rödd tónlistarmannsins í melódískum stefjum. Platan er afar blæbrigðarík og auðheyrt að mikið hefur verið nostrað við lögin á henni.

Elsta tónlistarmyndbandið er frá 2011 en það nýjasta frá 2018.