Verneri Pohjola

Verneri Pohjola

Verneri Pohjola 

Photographer
Perttu Saksa
Verneri Pohjola er á meðal hinna 13 listamanna og hópa sem tilnefndir eru til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2021.

Rökstuðningur:

Verneri Pohjola (f. 1977) er einhver mest skapandi, frumlegasti og virtasti einleikari í evrópska djassheiminum. Hann er trompetsnillingur með kröftuga tjáningu og gott vald á smæstu blæbrigðum og brögðum tónlistarinnar, tónskáld með einstæða rödd, spunasnillingur og stjórnandi tónlistarhópa. Á rúmum tíu árum hefur hann skapað sér glæstan feril með tónleikaferðum um allan heim og upptökum á tónlist.

Upptökur hans hafa verið í stöðugri þróun, allt frá stórkostlegri byrjun (fyrsta platan, Aurora, kom út 2009) og að æ þroskaðri og fullkomnari djasskjarna. Nýjasta kvartettplata Pohjola, The Dead Don’t Dream (2020), er hátindur sólóferils hans fram að þessu.

Fínstilltu starfi hans með tónlistarhópum má líkja við kristallað og friðsælt samtal tónlistarmanna með ýmsum blæbrigðum raftónlistareffekta, þar sem Verneri Pohjola gegnir greinilegu hlutverki einleikara og leiðir heildina með tjáningu sem hefur réttilega verið sögð minna á mennska rödd og bera vitni um mikla tilfinningagreind.