Svanurinn og Umhverfismerki ESB

– 18 góð dæmi frá litlum samfélögum á Norðurlöndunum

Upplýsingar

Publish date
Abstract
Samstarf Norðurlandanna um norræna umhverfismerkið Svaninn hefur skilað miklum árangri og er Svanurinn nú eitt öflugasta umhverfismerkið í heiminum (samkvæmt alþjóðlegri könnun sem breska fyrirtækið Environmental Resources Management gerði árið 2008). Umhverfismerki Evrópusambandsins var einnig meðal fjögurra efstu merkjanna í sömu könnun.Í þessu hefti eru kynnt 18 góð dæmi um árangur lítilla fyrirtækja í litlum samfélögum á Norðurlöndunum, sem fengið hafa Svaninn eða Umhverfismerki ESB á vörur sínar eða þjónustu. Þessi dæmi sýna að umhverfismerking er ekki bara möguleg, heldur einnig ábatasöm, ekki bara í stórborgum, heldur einnig í litlum samfélögum. Samantektin var unnin fyrir Smásamfélagahóp Norrænu ráðherranefndarinnar, en hópurinn er undirnefnd vinnuhóps ráðherranefndarinnar um sjálfbæra framleiðslu og neyslu (HKP-hópsins).
Publication number
2013:577