Dagur Norðurlanda 2023: Norðurlönd framtíðarinnar – hvert er hlutverk Finnlands?

23.03.23 | Viðburður
alt=""
Ljósmyndari
norden.org
Í Finnlandi verður haldið upp á dag Norðurlanda með heilsdagsviðburði með ýmsum umræðum um framtíð Norðurlanda og hlutverk Finnlands í norrænu samstarfi. Pallborðsumræðunum verður streymt beint klukkan 10:30 að staðartíma (08:30 að íslenskum tíma).

Upplýsingar

Dagsetning
23.03.2023
Tími
10:30 - 15:30
Staðsetning

Finlands nasjonalmuseum
Mannerheimintie 34
Helsinki
Finnland

Gerð
Umræðufundur

Þær spurningar sem verða ræddar eru meðal annars: Hvaða tækifæri geta Norðurlönd boðið ungmennum upp á og hvernig ætti samstarf milli landanna að líta út? Hvernig getum við gert Norðurlönd að sjálfbærasta svæði heims árið 2030? Hvaða áhrif hefur það á norrænt samstarf ef öll Norðurlöndin verða aðilar að Atlantshafsbandalaginu?

Þátttakendur

Þátttakendur eru meðal annars samstarfsráðherra Norðurlanda, utanríkisráðherra Finnlands, og Thomas Blomqvist, samstarfsráðherra Norðurlanda. Einnig taka þátt ýmsir þingmenn, norrænir sendiherrar, sérfræðingar og ungmenni.

Fundarstjórar eru Peter Nyman og Minna Arve, borgarstjóri Turku.