Gera norrænar borgir aldursvænar

15.10.18 | Viðburður
Norðurlandabúar lifa stöðugt lengur og hlutfall eldra fólks hækkar. Þetta er jákvæð þróun en felur einnig í sér miklar áskoranir. Þær snerta húsnæði og samgöngur, borgarskipulag, heilbrigðisþjónustu og umönnun. Þetta snýst um að búa til samfélag þar sem er gott að eldast og þar sem hægt er að búa við góð lífsgæði langt fram eftir aldri.

Upplýsingar

Dates
15 - 16.10.2018
Time
12:00 - 13:00
Location

Radisson Blu Royal Park Hotel
Frosundaviks Alle 15
169 04 Stockholm
Svíþjóð

Type
Ráðstefna

Hvernig er slíkt aldursvænt samfélag búið til? Mörg sveitarfélög á Norðurlöndum vinna að metnaði að því að verða að betri stöðum til að eldast. Sjö sænskar borgir eru aðilar að samstarfsneti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Age-friendly cities and communities. Sumu af þessu er lýst í riti Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar En bättre plats att åldras på – arbete för åldersvänliga städer i Norden (2018). Borgirnar sem taka þátt í samstarfsnetinu hafa ákveðið að vinna með langtímamarkmið og á mörgum sviðum til þess að fá eldri borgarana sjálfa til þess að taka þátt í þróunarstarfinu.

Samfélagsskipulag þar sem allir taka þátt verður að miðast við mannlegan margbreytileika og stuðla að sjálfbærri þróun. Samfélag sem þannig byggir á algildri hönnun er fjárfesting. 

Þetta er fyrsta stóra norræna ráðstefnan þar sem fjallað er um aldursvænar borgir. Tilgangurinn með ráðstefnunni er að varða leiðina að stofnun öflugs norræns samstarfsnets sem unnið getur að þessum verkefnum á komandi árum. 

Sérfræðingar, stjórnmálamenn, vísindamenn og fulltrúar samtaka eftirlaunafólks í norrænu ríkjunum eru á dagskrá þessarar ráðstefnu. Þau munu verða innblástur og leggja fram hugmyndir um hvernig hægt er að breyta og bæta. 

Ráðstefnan verður haldin í nágrenni Stokkhólms (Solna) 15.-16. október 2018 og er ætluð stjórnmálafólki, förstöðumönnum og opinberum starfsmönnum ríkis og sveitarfélaga ásamt félagasamtökum norrænu ríkjanna og Álansdeyja, Færeyja og Grænlands. 

Ráðstefnan er skipulögð af Norrænu velferðarmiðstöðinni að beiðni Norrænu ráðherranefndarinnar og í nánu samstarfi við sænska formennsku Norrænu ráðherranefndarinnar.

Fylgstu með beinni vefútsendingu

Áttu þess ekki kost að koma á staðinn? Þá geturðu fylgst með allri ráðstefnunni á YouTube-rás Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar.

Lokafrestur til skráningar

21. september 2018 klukkan 20.59

Bókun á gistingu

Skipuleggjendur hafa tekið frá hótelherbergi á ráðstefnuhótelinu, Radisson Royal Park Hotel. Verð fyrir einstaklingsherbergi er 1495 sænskar krónur. Morgunmatur er innifalinn í verðinu og aðgangur að heilsurækt hótelsins. Takið eftir að þátttakendur greiða sjálfir hótelkostnað. Greitt er við brottför af hótelinu.

Gisting er bókuð á skráningarblaðinu. 

Hægt er að bóka hótelherbergi (séu þau enn fyrir hendi) fram til 17. september.