Hringrásarhagkerfið - hlutverk okkar í að minnka sóun

04.09.21 | Viðburður
Shareable cirkulär ekonomi
Ljósmyndari
Norden.org
Laugardaginn 4. september kl. 12.00–12.45 í Norræna húsinu og beinu vefstreymi

Information

Dagsetning
04.09.2021
Tími
12:00 - 12:45
Staðsetning

Nordens Hus Reykjavik
Ísland

Gerð
Online

Hvernig er hægt að stuðla að ábyrgri framleiðslu og neyslu þegar kemur að matvælum, fatnaði, byggingariðnaði, sjávarfangi og fleiru? Fundurinn varpar ljósi á hvernig fyrirtæki og almenningur geta tileinkað sér lausnir sem styðja við hringrásarhagkerfið og þar með minnkað sóun til hagsbóta fyrir efnahag, umhverfi og samfélag.

Í pallborði:

  • Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar
  • Björgvin Sævarsson, framkvæmdastjóri Yorth Group
  • Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis
  • Sigríður Ósk Bjarnadóttir, byggingarverkfræðingur hjá VSÓ Ráðgjöf, dósent við HÍ og í stjórn Grænni byggðar
  • Sara Jónsdóttir, frumkvöðull og Stefanía On to something

Stuttar kynningar:

  • Harpa Júlíusdóttir, verkefnastjóri Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni, kynnir Nordic Circular Hotspot
  • Marthe Haugland, verkefnastjóri hjá Nordic Innovation, kynnir Nordic Circular Economy Playbook (á myndbandi)

Fundarstjóri: Dr. Snjólaug Ólafsdóttir, verkefnastjóri í sjálfbærni og sjálfbærnimarkþjálfi hjá EY á Íslandi

Viðburðurinn er hluti af dagskrá Fundar fólksins sem fer fram 3. og 4. september. Viðburðinum er streymt á vef Norræna hússins, nordichouse.is, og fundurfolksins.is.

Beinar útsendingar