Kröfur ungs fólks um verndun líffræðilegrar fjölbreytni

03.09.21 | Viðburður
Fundur fólksins 2021
Photographer
norden.org
Fyrr á árinu var gerð könnun þar sem 2200 ungmenni á Norðurlöndunum svöruðu hvað þeim finnst mikilvægast að verði gert til að standa vörð um líffræðilega fjölbreytni. Niðurstöðurnar hafa verið flokkaðar í 19 kröfur og þær birtar opinberlega og afhentar ráðherrum umhverfis- og loftslagsmála á Norðurlöndum.

Upplýsingar

Dates
03.09.2021
Time
11:00 - 11:30
Location

Nordens Hus Reykjavik
Ísland

Type
Online

Þessar kröfur eiga að nýtast fulltrúum stjórnvalda sem munu sitja við samningaborðið á næstu mánuðum og setja saman nýjan alþjóðlegan samning um líffræðilega fjölbreytni.

Við setningu Fundar fólksins mun Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir, náttúruverndarfulltrúi Ungra umhverfissinna, varpa ljósi á kröfur ungmenna um aðgerðir til að vernda líffræðilega fjölbreytni.

 

Eftirtalin eru meðal þeirra sem einnig halda ávörp á setningunni:

  • Guðni Th. Jóhannesson, forseti 
  • Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra
  • Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík 
  • Fulltrúi úr ungmennaráði Reykjavíkurborgar

Samantekt með kröfum norrænna ungmenna um verndun líffræðilegrar fjölbreytni má nálgast hér:

Upplýsingar um hreyfinguna Nordic Youth Biodiversity Network (NYBN) sem kom að gerð könnunarinnar með stuðningi frá Norðurlandaráði, Norrænu ráðherranefndinni og WWF í Danmörku:

Beinar útsendingar