LÝSA

07.09.18 | Viðburður
LÝSA verður haldinn í fjórða skiptið 7. – 8. september á Akureyri. Eins og fyrri árin verða Norðurlöndin í Fókus á staðnum til að ræða mörg og mismunandi málefni sem eru í brennidepli á Norðulöndunum.

Upplýsingar

Dates
07 - 08.09.2018
Time
07:00 - 08:00
Type
Viðburður

Jafnrétti og lífið í hafinu verða á meðal málefna sem við tökum fyrir. Ísland var fyrst landa á Norðurlöndunum til að setja launajafnrétti í lög og nú er til umræðu að vera með samnorræna Jafnlaunavottun, við ræðum hvernig hefur gengið að innleiða jafnlauna vottunina og hvernig samnorræn vottun getur litið út hvað það mun þýða fyrir Norðurlöndin.

Á meðal þátttakenda verða Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi félags- og jafnréttismálaráðherra, Katrín Björg Ríkharðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu og Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður Vinstrihreyfingarinnar- grænt framboð og nefndarmaður í Íslandsdeild Norðurlandsráðs.

Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs í sameiningu við Norðurlöndin í Fókus standa einnig fyrir metnaðarfullri dagskrá um málefni hafsins. Allt frá umhverfisvænum fiskveiðum og hvernig við sem neytendur höfum áhrif á lífið í hafinu.

Margt fleira verður á dagskrá s.s. velferðartækni og ungir neytendur og umhverfið. Ásamt erindum og umræðum verður Nordisk møtepunkt þar sem gestir og gangandi geta rætt sín á milli á meðan þeir fika. Pub quiz með veglegum vinningum og margt margt fleira skemmtilegt. 
Dagskráin er unnin í samvinnu með Norræna félaginu á Íslandi.