Öll hafa áhrif! Jokainen vaikuttaa!

08.06.21 | Viðburður
Norden 2021 _ Alla påverkar!
Ljósmyndari
minedu.fi
Verið velkomin á rafræna ráðstefnu um menntun, menningu og ungt fólk sem drifkraft sjálfbærrar þróunar á Norðurlöndum. Áhugaverðar pallborðsumræður og gagnvirkar vinnustofur með ráðherrum, sérfræðingum og andríkum ræðumönnum svo sem fútúristanum Perttu Pölönen, loftslagsaðgerðasinnanum Ellen Ojala, skáldinu og aðgerðasinnanum Aka Niviâna, auk Paulu Lehtomäki, framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar, og Aldísar Mjallar Geirsdóttur, forseta Norðurlandaráðs æskunnar. Victoria, krónprinsessa Svíþjóðar, flytur ávarp í upphafi ráðstefnunnar. Í lokin taka átta norræn ungmenni saman efni ráðstefnunnar frá sínu sjónarhorni.


Upplýsingar

Dagsetning
08 - 09.06.2021
Gerð
Ráðstefna

Á ráðstefnunni verður töluð finnska, sænska/skandinavíska og enska. Ráðstefnan verður túlkuð.

 

„Öll hafa áhrif!“ er hluti af formennskuáætlun Finnlands í Norðurlandaráði árið 2021.