Stafræn norræn námsstefna um inngildingu jaðarsetts ungs fólks 15. september

Upplýsingar
Á Norðurlöndum er lögð mikil áhersla á inngildingu jaðarsetts ungs fólks í störf, nám og samfélag. Þrátt fyrir ýmsar aðgerðir um árabil er enn of margt fólk utanveltu. Hvað segja niðurstöður norrænna rannsókna um árangursríkar aðferðir og aðgerðir? Hvernig geta norrænu velferðarríkin veitt jaðarsettu ungu fólki heildrænan stuðning?
Námsstefnan er sérstaklega ætluð starfsfólki norrænna ráðuneyta, stjórnsýslustofnana og annarra sem vinna að inngildingu jaðarsetts ungs fólks auk fulltrúa notenda og sérfræðinga. Túlkað verður milli skandinavísku málanna og finnsku og íslensku.
Dagskrána má finna hér: https://www.regjeringen.no/no/aktuelt/digitalt-seminar-om-inkludering-av-utsatte-unge-i-arbeid-utdanning-og-samfunnsliv/id2923473/
Námsstefnunni verður streymt á sömu vefsíðu kl. 10.00-13.00 (að skandinavískum tíma) 15. september.