SuomiAreena í Björneborg

16.07.18 | Viðburður
Norrænt samstarf verður afar sýnilegt á SuomiAreena í ár. Eins og fyrri ár verður opið daglega á Café Norden í norræna skálanum og hinar margvíslegu norrænu stofnanir og samtök verða á sínum stað að miðla upplýsingum um norrænt samstarf ásamt því að standa fyrir skemmtilegum viðburðum.

Upplýsingar

Dates
16 - 20.07.2018
Location

Medborgartorget
68071 Björneborg
Finnland

Stærsti norræni viðburðurinn er fundur þar sem rætt verður um hlutverk Norðurlandanna í því að stuðla að sjálfbærri neyslu og framleiðslu. Nokkrir fulltrúar í Norðurlandaráði munu taka þátt í umræðunum. Meðal annarra málefna sem rædd verða þessa viku eru áskoranir í jafnréttismálum á Norðurlöndum, tungumálanotkun í norrænu samstarfi ásamt stafrænum stjórnsýsluhindrunum á Norðurlöndum.