Tilnefningar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2020

Yfirleitt er tilkynnt um tilnefningarnar á alþjóðlegu barna- og unglingabókasýningunni í Bologna en hætt var við hana í ár vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Á tímum einangrunar og sóttkvíar geta bókmenntirnar opnað dyr að nýjum ævintýrum og sögum.
Þetta eru myndabækurnar, unglingabækurnar og ljóðasöfnin sem tilnefnd eru til barna- og unglingabókmenntaverðlaunanna í ár:
Danmörk
Finnland
Færeyjar
Grænland
Ísland
Noregur
Samíska málsvæðið
Svíþjóð
Álandseyjar
Dómnefnd skipuð fulltrúum frá löndunum tilnefndi verk til barna- og unglingabókmenntaverðlaunanna.
Verðlaunin verða veitt þann 27. október (uppfært 15. október)
Handhafi barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráð verður kynntur þann 27. október í sérstökum sjónvarpsþætti sem verður sendur út á öllum Norðurlöndum. COVID-19 kom í veg fyrir afhendingu verðlaunanna á Íslandi en þess í stað verður stafræn verðlaunahátíð haldin þegar tilkynnt verður hverjir hljóta hin fimm verðlaun Norðurlandaráðs.. Verðlaunahafinn hlýtur að launum verðlaunagripinn Norðurljós og 350 þúsund danskar krónur.
Um barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs
Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í fyrsta sinn árið 2013 að ósk norrænu menningarmálaráðherranna, sem höfðu um árabil viljað efla og vekja athygli á barna- og unglingabókmenntum á Norðurlöndum.
Á Norðurlöndum njóta bæði börn og unglingar virðingar sem virkir þátttakendur í lýðræðislegu samfélagi. Það endurspeglast í norrænum barna- og unglingabókmenntum sem einkennast af virðingu fyrir lesandanum og heimsmynd hans, hvort sem viðfangsefnið er jarðbundin lýsing á hversdagsleikanum, tilvistarkreppa eða spennandi ævintýri í ókunnu umhverfi.
Markmið hinna fimm verðlauna Norðurlandaráðs er að auka áhuga á norrænu menningarsamfélagi og samstarfi um umhverfismál, svo og að vekja athygli á verkefnum sem skarað hafa fram úr á sviði lista eða umhverfismála.