Allir velkomnir á hátíðlegustu verðlaunaafhendingu Norðurlanda sem verður stafræn í ár

Den isländska programledaren Halla Oddny Magnusdottir med pianisten Vikingur Olafsson i bakgrunden under inspelningarna till årets digitala prisutdelning av Nordiska rådets priser.
Kynnirinn Halla Oddný Magnúsdóttir og píanóleikarinn Víkingur Ólafsson í bakgrunni við upptökur á stafrænni afhendingu verðlauna Norðurlandaráðs.
Norðurlandaráð veitir ár hvert fimm verðlaun til þess að vekja athygli á bókmenntum, tungumáli, tónlist og kvikmyndum Norðurlandanna ásamt nýskapandi aðgerðum á sviði umhverfismála. Landsdeild Íslands í Norðurlandaráði er gestgjafi þessarar óhefðbundnu og stafrænu verðlaunaafhendingar.
„Í ár höfum við öll þurft að gera breytingar vegna COVID-19 og það á einnig við um verðlaunaafhendingu Norðurlandaráðs 2020, sem nú er haldin stafrænt með sérstakri sjónvarpsútsendingu. Þess vegna er sérstaklega ánægjulegt að geta boðið öllum Norðurlandabúum að njóta og fagna þeim verkum og verkefnum sem eru tilnefnd heima úr stofu. Þessir framúrskarandi listamenn og frumkvöðlar eru einstaklega mikilvægir á tímum þegar menning og loftslagsmál eru ofarlega á baugi,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, forseti Norðurlandaráðs.
Einstök framlög til menningar og umhverfis
51 verk, verkefni og listamenn eru tilnefnd til hinna fimm verðlauna Norðurlandaráðs árið 2020. Á meðal þeirra eru skáldsögur, smásögur, myndabækur og ljóðabækur, leiknar kvikmyndir og heimildarmynd, poppplata, kvikmyndatónlist og sinfóníur, býflugnabóndi og loftslagsvísindamaður. Hver verðlaunahafi hlýtur verðlaunagripinn Norðurljós og 350 þúsund danskar krónur.
Þau sem afhenda verðlaunin í ár frá heimilum sínum eða öðrum eftirlætisstöðum sínum eru:
- Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2020 Jóhannesson, forseti Jóhannesson, forseti Jóhannesson, forseti
- Gyða Valtýsdóttir, tónlistarkona og fyrrum handhafi verðlaunanna, afhendir tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2020
- Umhverfisverndarsinnarnir Kira Lennert Olsen og Nuiana Hardenberg afhenda umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2020
- Benedikt Erlingsson, leikstjóri og fyrrum handhafi verðlaunanna, afhendir kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2020
- Rithöfundurinn, grínistinn og listamaðurinn Zinat Pirzadeh afhendir bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2020
Persónulegri verðlaunaafhending – heima hjá þér
Fólk heima í stofu getur látið sig hlakka til einstakrar kvöldstundar í umsjón dagskrárgerðarkonunnar Höllu Oddnýjar Magnúsdóttur. Við fáum meðal annars að sjá Íslenska dansflokkinn flytja sérsamið utanhússverk og píanóleikarinn Víkingur Ólafsson og hljómsveitin Of Monsters and Men leyfa okkur að njóta tóna sinna. Rúnar Freyr Gíslason, verkefnastjóri hjá RÚV, segir:
„Vegna ástandsins í heiminum vildum við gera athöfnina persónulegri í ár. Við munum sækja fólk heim eða sjá það á stöðum sem því þykir vænt um og hittum listamenn bæði í hversdagslífinu og á æfingum. Við vonum að Norðurlöndin geti komið saman og notið þessarar kvöldstundar sem minnir okkur á að menning okkar og umhverfi er það sem gerir okkur mannleg og tengir okkur saman.
Horfðu á verðlaunaafhendinguna í sjónvarpi eða með streymi 27. október
Verðlaunaafhendingin hefst klukkan 20.10 að íslenskum tíma þann 27. október. Útsendingin er gerð í samstarfi við RÚV. Hægt er að horfa á útsendinguna með streymi eða í sjónvarpi alls staðar á Norðurlöndum. Sjá nánari upplýsingar í sjónvarpsdagskrá hvers lands. Hátíðin verður einnig send út á norden.org.
Um verðlaun Norðurlandaráðs
Verðlaun Norðurlandaráðs eru á meðal virtustu verðlauna Norðurlanda og hljóta jafnan mikla alþjóðlega athygli. Bókmenntaverðlaunin eru elst verðlaunanna fimm. Þau voru veitt í fyrsta sinn árið 1962. Á eftir þeim fylgdu tónlistarverðlaunin, umhverfisverðlaunin, kvikmyndaverðlaunin og barna- og unglingabókmenntaverðlaunin. Fimm dómnefndir sjá um að tilnefna verk og útnefna verðlaunahafana.