Einkatryggingar á Íslandi

Privatforsikring i Danmark

 

 

 

Hér geturðu lesið um lögbundnar tryggingar á Íslandi. Hér er einnig að finna upplýsingar um algengustu tryggingar sem íslensk tryggingafélög bjóða upp á.

Lögbundnar tryggingar

Sumar tegundir trygginga eru lögbundnar á Íslandi. 

  • Lögboðin öku­tækja­trygg­ing inni­felur ann­ars vegar ábyrgðartrygg­ingu og hins vegar slysa­trygg­ingu öku­manns og eig­anda.
  • Bruna­trygg­ing hús­eigna er lögboðin trygg­ing sem bætir tjón á hús­eign af völdum eldsvoða.
  • Lögbundin vðlagatrygging bætir tjón sem verður af náttúruhamförum: snjóflóðum, jarðskjálftum, eldgosum, vatnsflóðum og skriðuföllum.

Algengar tryggingar

Tryggingafélög veita nánari upplýsingar um þær tryggingar sem þau bjóða upp á. Skilmálar tryggingafélaga geta verið ólíkir og því mikilvægt að skoða vel í hverju tryggingarnar felast og gera reglulega samanburð á milli félaga. Börn eru tryggð í gegnum tryggingar foreldra sinna til 18 ára aldurs. 

Sem dæmi um algengar tryggingar má nefna:

  • Heimilistrygging tekur á skaða sem verður á eigum inn á heimili og er yfirleitt skilgreind út frá upphæð tryggingar.
  • Kaskótrygging bætir tjón sem þú veldur á þínu eigin ökutæki.
  • Líftrygging er greidd út ef andlát þitt ber að og er greidd til dánarbús þíns. Upphæðin er eftir samning.
  • Sjúkdómatrygging kemur sér vel ef vinnutap verður vegna alvarlegra veikinda og er uppæðin eftir samning.

Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðum tryggingafélaga. 

Hafa samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna