Einkatryggingar á Íslandi
Hér geturðu lesið um lögbundnar tryggingar á Íslandi. Hér er einnig að finna upplýsingar um algengustu tryggingar sem íslensk tryggingafélög bjóða upp á.
Lögbundnar tryggingar
Sumar tegundir trygginga eru lögbundnar á Íslandi.
- Lögboðin ökutækjatrygging innifelur annars vegar ábyrgðartryggingu og hins vegar slysatryggingu ökumanns og eiganda.
- Brunatrygging húseigna er lögboðin trygging sem bætir tjón á húseign af völdum eldsvoða.
- Lögbundin vðlagatrygging bætir tjón sem verður af náttúruhamförum: snjóflóðum, jarðskjálftum, eldgosum, vatnsflóðum og skriðuföllum.
Algengar tryggingar
Tryggingafélög veita nánari upplýsingar um þær tryggingar sem þau bjóða upp á. Skilmálar tryggingafélaga geta verið ólíkir og því mikilvægt að skoða vel í hverju tryggingarnar felast og gera reglulega samanburð á milli félaga. Börn eru tryggð í gegnum tryggingar foreldra sinna til 18 ára aldurs.
Sem dæmi um algengar tryggingar má nefna:
- Heimilistrygging tekur á skaða sem verður á eigum inn á heimili og er yfirleitt skilgreind út frá upphæð tryggingar.
- Kaskótrygging bætir tjón sem þú veldur á þínu eigin ökutæki.
- Líftrygging er greidd út ef andlát þitt ber að og er greidd til dánarbús þíns. Upphæðin er eftir samning.
- Sjúkdómatrygging kemur sér vel ef vinnutap verður vegna alvarlegra veikinda og er uppæðin eftir samning.
Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðum tryggingafélaga.
Spurning til Info Norden
Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.