Endurhæfing og endurhæfingarlífeyrir á Íslandi

Endurhæfing og endurhæfingarlífeyrir á Íslandi
Hér er að finna upplýsingar um reglur er varðar endurhæfingu og endurhæfingarlífeyrir á Íslandi.

Endurhæfingarlífeyrir er ætlaður þeim sem eru óvinnufærir vegna sjúkdóma eða slysa og eru í endurhæfingu með það að markmiði að komast aftur út á vinnumarkað.

Fyrirkomulag á endurhæfingu

Úrræði í endurhæfingu geta verið hjá mismunandi aðilum t.a.m. hjá félagsþjónustum sveitarfélaga um land allt, Reykjalundi og starfsþjálfun fatlaðra. Algengast er að einstaklingar leiti til VIRK starfsendurhæfingarsjóðs sem er með þjónustu um allt land í samstarfi við stéttarfélög. Á vegum VIRK starfa sérhæfðir ráðgjafar í starfsendurhæfingu sem eru í flestum tilfellum staðsettir hjá stéttarfélögum og starfa náið með sjúkrasjóðum stéttarfélaga.

 

Skilyrði fyrir endurhæfingarlífeyri á Íslandi

Meginskilyrði fyrir veitingu endurhæfingarlífeyris er að einstaklingurinn taki virkan þátt í endurhæfingu í umsjón fagaðila með starfshæfni að markmiði.

Viðkomandi þarf einnig að:

  • Hafa átt lögheimili á Íslandi síðustu 6 mánuði fyrir umsókn eða í 3 ár ef starfsorka var skert við komu til landsins. 
  • Vera á aldrinum 18-67 ára. 
  • Hafa lokið áunnum veikindarétti sínum frá atvinnurekanda og greiðslum sjúkra- eða slysadagpeninga frá stéttarfélagi og vátryggingafélögum. 
  • Eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum. 
  • Vera í endurhæfingu þar sem endurhæfingaráætlun liggur fyrir.

 

Endurhæfing þegar viðkomandi á lögheimili á Íslandi en vinnur í öðru norrænu ríki

Milli Norðurlanda er samningur um að einstaklingur getur sótt um endurhæfingu í því landi sem hann býr þó að tryggingaréttindi hans séu í vinnulandinu. Skilyrðin eru mismunandi milli Norðurlandanna. Einstaklingur getur leitað til opinbers aðila (Tryggingastofnunar) í vinnulandi og kannað möguleiki á því hvort hægt sé að gera samning milli tveggja landa um endurhæfingu og/eða greiðslur.

Endurhæfingarlífeyri er ekki greiddur til annarra landa en mögulega til norræna ríkja ef samkomulag liggur fyrir um endurhæfingu/greiðslur til einstaklings.

 

Hvar á að sækja um endurhæfingarlífeyrir?

Sótt er um endurhæfingarlífeyri rafrænt á Mínum síðum á  vef Tryggingastofnunar. 

Einnig er hægt að sækja um á eyðublöðum.

 

Við hvern á að hafa samband ef spurningar vakna?

Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Tryggingastofnunar. Einnig er hægt að fá upplýsingar símleiðis hjá þjónusturáðgjafa í síma (+354) 560 4400. 

Hafa samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna