Heilbrigðisþjónusta við tímabundna dvöl á Grænlandi

Sygehjælp ved midlertidigt ophold i Grønland
Þeir sem dvelja tímabundið á Grænlandi eiga rétt á nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu, sbr. Norðurlandasamninginn um almannatryggingar. Grænlensk heilbrigðisyfirvöld mæla þó með því að keypt sé ferðatrygging, því heimflutningur frá Grænlandi getur orðið mjög dýr.

Heilbrigðisþjónusta við tímabundna dvöl á Grænlandi

Athugið að stundum er boðið upp á ýmis viðbótarréttindi í tengslum við vinnu. Sumir vinnuveitendur bjóða starfsmönnum sínum upp á sjúkratryggingar.

Heilbrigðisyfirvöld mæla með því að keypt sé ferðatrygging. Ferðatrygging greiðir öll útgjöld í tengslum við bráðaveikindi, meðferð, sjúkrahúsdvöl og lyf og einnig heimflutning (ennfremur inniheldur hún ábyrgðartryggingu og farangurstryggingu). Tryggingin greiðir fyrir opinbera heilbrigðisþjónustu og einkarekna tannlæknaþjónustu. Athugið að tryggingin þarf einnig að ná til sjúkraflutninga frá stöðum sem eru utan heilsársbyggðar.

Hér eru upplýsingar um hvernig hægt er að hafa samband við lækni:

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna