Heilbrigðiskerfið á Grænlandi

Sundhedsvæsnet i Grønland
Hér er yfirlit yfir þá þjónustu sem hægt er að fá hjá grænlenska heilbrigðiskerfinu á mismunandi stöðum á Grænlandi.

Það er langt milli bæja og byggðarlaga á Grænlandi og samgöngum er haldið uppi með flugvélum, þyrlum og bátum. Þeir sem flytja til jaðarbyggða ættu fyrst að kynna sér þjónustustigið og meta hvort það sé viðunandi með tilliti til heilbrigðisástands viðkomandi. Auk dýrra sjúkraflutninga og mikilla fjarlægða þarf grænlenska heilbrigðiskerfið að glíma við erfiðleika við ráðningu starfsfólks, einkum til stjálbýlustu svæðanna.

Heilbrigðiskerfið á Grænlandi

Þeir sem skráðir eru í þjóðskrá með fasta búsetu á Grænlandi eiga rétt á eftirfarandi þjónustu upp að því marki sem aðstæður leyfa. Öll þjónustan er fjármögnuð af hinu opinbera og er því ókeypis fyrir einstaklinga. 

 • Fyrirbyggjandi heilbrigðiseftirlit  

 • Læknismeðferð og meðferð hjá sérfræðilækni ef þörf er á
 • Innlögn og dvöl á stofnunum heilbrigðiskerfisins, umönnun þungaðra kvenna og fæðingarþjónusta
 • Tannlækningar og fyrirbyggjandi tannhirða
 • Heimaþjónusta
 • Heilbrigðisþjónusta
 • Hjúkrunarþjónusta á stofnunum heilbrigðiskerfisins eða heima fyrir
 • Lyfseðilsskyld lyf
 • Bólusetning gegn ákveðnum sjúkdómum
 • Hjálpartæki sem koma í stað eða styðja við líkamshluta sem eru gallaðir eða sem vantar
 • Sjúkraþjálfun sem fer fram í tengslum við göngudeildarmeðferð eða innlögn á heilbrigðisstofnanir
 • Vottorð eftir gildandi reglum  

Sérstakar aðstæður

Á Grænlandi er langt milli bæja og byggðarkjarna. Flutningur til næstu heilbrigðisstofnunar, héraðssjúkrahúss eða grænlenska landspítalans (Dronning Ingrids Hospital) í Nuuk getur orðið mjög dýr.

Allir þeir sem skráðir eru með fasta búsetu á Grænlandi eiga rétt á sjúkraflutningi að læknisráði frá bæjum, byggðarkjörnum eða öðrum stöðum þar sem er heilsársbyggð til héraðssjúkrahúss eða heilbrigðisstofnunar í bænum, til grænlenska landspítalans og til heilbrigðisstofnana utan Grænlands.

Yfirlit yfir heilbrigðisþjónustu eftir byggðarlögum  

 1. Mannfjöldi < 50 íbúar: Landsbyggðarheilsugæsla án „Pipaluk“-fjarlækningabúnaðar. Mönnun: Byggðaheilsugæslustarfsmaður 12–30 tíma á viku.
 2. Mannfjöldi 50–200 íbúar: Landsbyggðarheilsugæsla með„Pipaluk“-fjarlækningabúnaðar. Mönnun: Byggðaheilsugæslustarfsmaður 30–30 tíma á viku.
 3. Mannfjöldi 200–500 íbúar: Heilsugæslustöð: Hjúkrunarfræðingur, sjúkraliði og félagsliðar  
 4. Mannfjöldi 500–1.200 íbúar: Lítil heilbrigðismiðstöð. Hér er leitast við að hafa fastan lækni, en oft eru slíkar stöðvar mannaðar mismunandi afleysingalæknum.
 5. Mannfjöldi > 1.200 íbúar: Stór heilsugæslumiðstöð. Mönnun: Læknir. Sérfræðingur með viðeigandi menntun eða með kunnáttu sem samsvarar sérfræðimenntun í heimilislækningum. Helst eiga læknarnir líka að vera með sérmenntun í lækningum á Grænlandi (Grønlandsk Medicin).
 6. Fjölmennasti bærinn á svæðinu: Mönnun svæðissjúkrahúsa: Læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, ljósmæður, heimahjúkrunar- og heimageðhjúkrunarstarfsfólk, sjúkraþjálfarar, meinatæknar, bráðaliðar, félagsliðar og aðrir starfsmenn. Á Landspítalanum (Landshospitalet) eru fleiri sérfræðisvið og fleiri tegundir þjónustu.  
 7. Á Grænlandi eru fjögur héraðssjúkrahús (regionssygehuse):

Tannlæknastofur

Í bæjum með yfir 500 íbúa eru að jafnaði tannlæknastofur. Tannlæknastofurnar sinna almennu tanneftirliti, holufyllingu, rótfyllingu, tannréttingum, meðferð vegna gervitanna og öðrum sérfræðitannaðgerðum.

Boðið er upp á almennt tanneftirlit og heimsóknir í skóla og aðrar stofnanir þar sem börn, starfsmenn og foreldrar fá leiðbeiningar um tannburstun og tannhirðu. Allir byggðakjarnar, að þeim allra minnstu undanskildum, fá árlega heimsókn frá þeirri tannlæknastofu sem þeir heyra undir. Tannlæknirinn upplýsir um tímapöntun og fleira með auglýsingum á hverjum stað.

Í Nuuk er einnig einkarekin tannlæknastofa. Halló Norðurlönd birta ekki krækjur til einkafyrirtækja. Upplýsingar um þau er að finna í símaskrá Nuuk og í vikublaðinu sem þar er gefið út.

Tannlæknastofur á vegum opinbera heilbrigðiskerfisins:​​​​​​​

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna