Húsnæðisbætur á Grænlandi

Grönland
Ljósmyndari
Mats Holmström/norden.org
Hér er að finna upplýsingar um húsnæðisbætur á Grænlandi og þau skilyrði sem þarf að uppfylla til að fá slíkar bætur.

Hvað eru húsnæðisbætur?

Húsnæðisbætur eru veittar fólki sem býr í leiguhúsnæði. Húsnæðisbætur eru veittar á grundvelli samanlagðra tekna heimilisins og fjölda barna með fasta búsetu í viðkomandi íbúð.

Hver á rétt á húsnæðisbótum?

Til þess að eiga rétt á húsnæðisbótum má fjöldi íbúðarherbergja í húsnæðinu ekki vera nema einu fleira en íbúarnir. Þetta á þó ekki við ef fækkað hefur í heimili vegna andláts eða annars félagslegs atburðar. Í slíkum tilvikum gildir reglan ekki í sex mánuði eftir andlátið eða hinn félagslega atburð. 

Húsnæðisbætur eru tekjutengdar, þ.e. húsnæðibætur eru reiknaðar á grundvelli húsaleigu, samanlagðra tekna heimilisfólks, húsnæðisins og fyrirkomulags þess, ásamt fjölda barna sem búsett eru á heimilinu þegar það á við. 

Húsnæðisbæturnar falla brott þegar flutt er og sækja þarf um að nýju í nýju leiguhúsnæði. 

Hversu háar bætur áttu rétt á?

Á sullissivik.gl geturðu reiknað út hversu háar bætur þú átt rétt á.

Har du ret til boligsikring?

Der er en række betingelser for at opnå ret til grønlandsk boligsikring:

  • Din husstands samlede indkomst må ikke overstige et bestemt beløb fastsat af Inatsisartut
  • Der må højst være ét værelse mere i din bolig, end der er personer i din husstand. Dog tilsidesættes dette i 6 måneder i forbindelse med dødsfald eller andre sociale begivenheder, som eksempelvis skilsmisse.

Flytter du til en anden lejebolig, skal du søge om boligsikring på ny.

Hvor meget har du ret til?

Det afhænger af dit indkomstgrundlag, antallet af børn i boligen samt størrelsen på huslejen. På Sullissivik (borgerservice) kan du beregne, om du er berettiget til boligsikring, og i så fald hvor meget.

Hvernig sækirðu um?

Umsókn um húsnæðisbætur er send sveitarfélagi ásamt nauðsynlegum fylgiskjölum.

Hvar geturðu aflað þér upplýsinga?

Ef spurningar vakna má hafa samband við það sveitarfélag sem þú átt heima og ert með húsnæði á leigu í.

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna