Húsnæðisbætur á Grænlandi

Grönland
Photographer
Mats Holmström/norden.org
Hér er að finna upplýsingar um húsnæðisbætur á Grænlandi og þau skilyrði sem þarf að uppfylla til að fá slíkar bætur.

Húsnæðisbætur eru húsaleigubætur fyrir leigjendur. Þú þarft því að búa í leiguhúsnæði til að eiga rétt á húsnæðisbótum. Að auki er réttur til húsnæðisbóta háður tekjum heimilisfólksins og fjölda barna á heimilinu.

Áttu rétt á húsnæðisbótum?

Uppfylla þarf tiltekin skilyrði til að eiga rétt á grænlenskum húsnæðisbótum:

  • Samanlagðar tekjur heimilisfólksins mega ekki fara yfir tiltekna upphæð sem Inatsisartut hefur ákveðið.
  • Það má í hæsta lagi vera einu herbergi fleira í íbúðinni heldur en fjöldi fólks er á heimilinu. Þó er litið fram hjá þeirri reglu í allt að sex mánuði vegna dauðsfalls eða annarra breytinga á félagslegum aðstæðum, svo sem skilnaðar.

Flytjir þú í aðra leiguíbúð þarft að sækja aftur um húsnæðisbætur.

Hversu háum bótum áttu rétt á?

Það fer eftir tekjum þínum, fjölda barna á heimilinu og upphæð húsaleigunnar. Á vef borgaraþjónustunnar Sullissivik getur þú reiknað út hvort þú átt rétt á húsnæðisbótum og þá hversu háum.

Hvernig er sótt um?

Þú þarft að sækja um húsnæðisbætur hjá þínu búsetusveitarfélagi. Þú þarft að hafa meðferðis:

  • Útfyllta umsókn um húsnæðisbætur
  • Leigusamninginn þinn
  • Vottorð frá þjóðskrá, búsetuvottorð eða flutningstilkynningu
  • Launaseðla undanfarinna þriggja mánaða, þ.e. 3 launaseðla ef þú færð laun útborguð mánaðarlega og 6 launaseðla ef þú færð laun á hálfs mánaðar fresti
  • Gögn um skilnað eða skilnað að borði og sæng, ef við á
  • Starfsnemasamning eða staðfestingu á námsvist, ef við á

Þú getur einnig sótt um húsnæðisbætur rafrænt á vef Sullissivik.

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna