Innflutningur bifreiða til Íslands

Innflutningur bifreiða til Íslands
Hér að neðan má finna almennar upplýsingar varðandi innflutning ökutækis til Íslands.

Innflutningur ökutækis

Við flutning til Íslands er gert er ráð fyrir því að ekki líði lengri tími en 30 dagar milli komu eiganda og ökutækis.  Tollstjóri veitir akstursleyfi til eins mánaðar og er sá tími er ætlaður til þess að ganga fá skráningu á bílnum við Umferðastofu.

Þeir sem hyggjast dvelja á Íslandi í ár eða skemmri tíma vegna atvinnu eða ferðalaga er heimilt að flytja inn bifreið skráða erlendis án greiðslu aðflutningsgjalda að uppfylltum vissum skilyrðum.

Af gefnu tilefni er vakin athygli á að:

  • Einstaklingi með fasta búsetu/lögheimili á Íslandi er ekki heimilt að flytja ökutæki á erlendu skráningarmerki tímabundið til landsins.
  • Einstaklingi með fasta búsetu erlendis og ekki með skráð lögheimili á Íslandi er heimilt að flytja ökutæki á erlendu skráningarmerki til landsins. Ef einstaklingurinn skráir lögheimili á Íslandi innan 12 mánaða frá komu sinni til landsins, ber að tollafgreiða ökutækið eða flytja það úr landi áður en lögheimilisskráning á sér stað.
  • Ökutæki á íslenskum skráningarnúmerum má flytja aftur til Íslands án greiðslu aðflutningsgjalda, svo fremi að gjöld hafi ekki verið endurgreidd við útflutning eða unnið hafi verið við ökutækið erlendis.

Samgöngustofa sér um útgáfu á íslenskum fastanúmerum. Tollstjóraembættið reiknar út önnur gjöld vegna ökutækisins. Allar nánari upplýsingar er að fá á heimasíðu Tollstjóra og á heimasíðu Samgöngustofu.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Tollstjóra eða í síma +354 4421000.

Hafa samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna