Sjúkratrygging við nám á Íslandi

Námsmenn á Norðurlöndunum sem koma til Íslands á meðan á námstíma varir geta óskað eftir því að vera tímabundið sjúkratryggðir á meðan þeir dvelja á Íslandi. Senda þarf inn umsókn um tímabundna sjúkratryggingu (sjá umsókn á heimasíðu Sjúkratrygginga) ásamt staðfestingu á námi til þess að unnt sé að sjúkratryggja námsmenn á meðan dvöl þeirra hér á landi varir.
Námsmenn sem flytja aftur til Íslands innan sex mánaða frá námslokum geta skilað inn staðfestingu á námi ásamt umsókn um sjúkratryggingu til að verða tryggðir frá og með þeim degi þegar lögheimili er skráð, sjá umsókn til hægri.
Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.