Vinnumarkaður á Norðurlöndum
Atvinnuleysi
Lítið atvinnuleysi er á norrænum vinnumarkaði miðað við önnur Evrópulönd. Í Svíþjóð og Finnlandi er atvinnuleysi þó aðeins yfir meðaltali í Evrópu.
Hlutfall atvinnuleysis
Hlutastörf
Á Norðurlöndum eru fleiri konur en karlar í hlutastörfum. Hlutastörf eru algengari á Norðurlöndum en almennt í aðildarlöndum ESB. Hlutastörf auka atvinnuþátttöku kvenna en hafa að sama skapi áhrif á fjárhagslega stöðu þeirra. Þetta leiðir til misvægis varðandi vinnutíma og ævitekna þegar upp er staðið.
Hlutastörf. 2021
Vinnuferðalög yfir landamæri
Norðurlönd eiga að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði heims fyrir 2030. Þess vegna er áhugavert að fylgjast með þróun ferðalaga fólks milli landanna vegna vinnu. Vinnuferðalög á Eyrarsundssvæðinu eru vísir um þetta.
Vinnuferðalög yfir landamæri á Eyrarsundssvæðinu
Frekari upplýsingar um norrænan vinnumarkað
Í Norræna tölfræðigagnagrunninum um vinnumarkað er að finna tölfræði um atvinnuþátttöku, atvinnuleysi og vinnuferðalög yfir landamæri.
Í State of the Nordic Region má finna greiningar, tölur og tölfræðigögn um samfélög Norðurlanda út frá norrænu sjónarhorni.