Nordic Innovation House opnað í Hong Kong

28.11.18 | Fréttir
Invigning av Nordic Innovation House i Hong Kong.

Invigning av Nordic Innovation House i Hong Kong.

Photographer
Helle Engslund Krarup

Christian Bergenstråhle, forstöðumaður NIH Hong Kong, Ann Linde, viðskipta- og Evrópusambandsráðherra Svíþjóðar, Carrie Lam, æðsti leiðtogi Hong Kong, Anne Berner, upplýsinga- og samgönguráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda í Finnlandi, Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar og Marie Claire Maxwell, forstöðumaður tækni og nýsköpunar við Business Sweden, klipptu á borðann við opnunina.

Opnuð hefur verið ný norræn nýsköpunarmiðstöð, Nordic Innovation House, í Hong Kong. Hún á að gegna því hlutverki að byggja brýr og vera vettvangur fyrir norræn fyrirtæki sem vilja hefja rekstur í Asíu eða kynna sér og aðlaga sig að asískum markaði og samkeppni.

Nordic Innovation House í Hong Kong var opnað við hátíðlega athöfn 28. nóvember. Meðal viðstaddra voru Anne Berner, samstarfsráðherra Norðurlanda í Finnlandi, viðskipta- og Evrópusambandsráðherra Svíþjóðar, Ann Linde, framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs, Dagfinn Høybråten og Carrie Lam, æðsti leiðtogi Hong Kong.

Þetta er fjórða norræna nýsköpunarmiðstöðin sem opnuð er í heiminum. Hinar þrjár eru í Kísildalnum, New York og Singapúr og hafa þær skilað miklum árangri. Nýsköpunarmiðstöðin í Hong Kong á að byggja á sama grunni og þær sem fyrir eru.

Stökkpallur fyrir norræn fyrirtæki

Hong Kong gegnir stóru hlutverki fyrir nýsköpunarfyrirtæki í Asíu með sterk tengsl við Shenzhen þar sem 90 prósent af rafeindabúnaði heims er framleiddur. Norrænu nýsköpunarmiðstöðinni er ætlað að búa til stökkpall fyrir norræn nýsköpunar- og sprotafyrirtæki og liðsinna þeim meðal annars við að finna heppilega samstarfsaðila, fjárfesta og aðra haghafa.

Norðurlöndin eru alþjóðlega þekkt vegna ýmissa nýsköpunarfyrirtækja sem hefur vegnað vel og norræn fyrirtæki eru áhugaverður kostur fyrir fjárfesta í Hong Kong.

Gegnir mikilvægu hlutverki

Nordic Innovation House er samstarf milli Nordic Innovation, stofnun sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina, og viðskiptaskrifstofa Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar. Sú starfsemi sem boðið er upp á í Nordic Innovation House á að vera viðbót við starfsemi hverrar þjóðar.

„Ég er sannfærður um að Nordic Innovation House í Hong Kong eigi eftir að gegna lykilhlutverki fyrir norræn fyrirtæki. Í Hong Kong sameinast mestu nýsköpunarsvæði heims, þar er stórt og vaxandi lífkerfi fyrir nýsköpunarfyrirtæki og borgin vermir toppsæti á listanum yfir svæði þar sem eru góð skilyrði til að stunda viðskipti,“ segir Dagfinn Høybråten.

Fundur með aðstoðarutanríkisráðherra Kína

Í ferð sinni til Hong Kong átti Dagfinn Høybråten einnig fund með aðstoðarutanríkisráðherra Kína, Wang Chao í Peking. Norræna ráðherranefndin og Kína komu á fót samstarfi á fimm sviðum í maí 2017: frumkvöðlastarf og atvinnulíf, sjálfbær þróun, vísindi, rannsóknir og menntun, „maður-á-mann“-samstarf varðandi lausnir í velferðarmálum.

„Ég er ánægður með að ég skyldi frá tækifæri til að hitta Wang Chao, varautanríkisráðherra. Miklar framfarir hafa orðið á stuttum tíma, ekki síst varðandi sjálfbærar borgir sem eru liður í verkefni forsætisráðherranna,“ segir Dagfinn Høybråten, og vísar þar til verkefnis sem norrænu forsætisráðherrarnir fimm ýttu úr vör vorið 2017 og er ætlað að bjóða norrænar launsnir við hnattrænum áskorunum.

Contact information