Spila myndskeið

Láttu grannþjóð redda sumarvinnunni!


Langar þig í sumarvinnu sem er ævintýri um leið? Nordjobb hjálpar þér að finna vinnu og húsnæði í öðru norrænu landi.

Nordjobbere på job
Hittu Daniel

Hittu: Daniel Kjønnøy Larsen

Á heima: Í Noregi

Vinnur: Á Moesgaard museum í Árósum.

Heldur upp á í norrænu samstarfi: Tækifærið til þess að fá aðstoð við að finna sumarvinnu og húsnæði í Danmörku í sex vikur.

Búa til mat á Álandseyjum, hreinsa fisk á Grænlandi eða vera hluti af genginu á norsku fjallahóteli.  Nordjobb hefur veitt 25.000 ungmennum tækifæri til þess að fá sumarvinnu í nágrannalandi. Auk starfsreynslunnar hafa þau öðlast nýja tungumálaþekkingu - og eignast vini til lífstíðar. Um leið hafa mörg norræn fyrirtæki fengið hjálp til þess að finna starfsfólkið með viðeigandi hæfni.

Allir norrænir borgarar á aldrinum 18 til 30 ára geta sótt um Nordjobb.

„Við vinnum saman, förum út saman, búum saman og höngum saman fyrir vinnu.“
Daniel Kjønnøy Larsen, Nordjobb

Fróðleiksmolar

  • Nordjobb hjálpar fyrirtækjum að finna rétta manneskju í rétt starf og ungum Norðurlandabúum að finna störf og húsnæði og eiga samskipti við yfirvöld.
  • Nordjobb miðlar um 750 störfum árlega.
  • Markmiðið er að auka hreyfanleika á vinnumarkaði Norðurlandanna.

Langar þig líka í sumarstarf í nágrannalandi? Finndu starf gegnum Nordjobb: 

www.nordjobb.org

Lestu fleiri sögur