Spila myndskeið

Norðurlöndin eru án landamæra fyrir fólk í atvinnuleit

Ert þú í atvinnuleit og getur hugsað þér að flytja? Hvers vegna ekki að líta yfir landamærin til annars norræns lands? Þökk sé landamæralausum norrænum vinnumarkaði fylgja því engin stórvandamál að fá sér vinnu í nágrannaríki.

Arni Halldorsson och Katrín Ásta Gunnarsdóttir
Hittu Arni og Katrín

Hittu: Árna Halldórsson og Kristínu Ástu Gunnarsdóttur og fjölskyldu.

Eiga heima: Í Gautaborg.

Störf: Árni er prófessor í Chalmers tækniháskólanum og Katrín Ásta er deildastjóri tölfræðideildar Regionalt Cansercentrum Väst.

Halda upp á norrænu samstarfi: Hversu landamærin eru opin og auðvelt er að flytja innan Norðurlandanna.

Vinnumarkaður þinn nær í raun til allra Norðurlandanna. Ef erfitt reynist að fá starf í heimalandi þínu er afar einfalt að sækja um vinnu handan við landamærin. Þetta leiðir af sér aukinn hagvöxt í landinu sem þú ferð til og minna atvinnuleysi í heimalandinu.

Hinn sameiginlegi norræni vinnumarkaður er einstakur á heimsvísu. Öll norrænu ríkin hafa svipaðar grunnhugmyndir um atvinnulífið og við erum einnig með líkar hugmyndir um það hvernig það á að virka og hvernig leysa skal vandamál.

Það á að vera gott, öruggt og sanngjarnt að starfa í norrænu ríkjunum.

„Opinn vinnumarkaður, norrænt ríkisfang, norrænt samstarf sem hefur séð okkur fyrir sameiginlegu lagaumhverfi og ekki síst menningarlegri samkennd – allt þetta hefur auðveldað okkur að flytja hingað.“
Katrín Ásta Gunnarsdóttir

Fróðleiksmolar:​​​​​​​

  • Sameiginlegur norrænn vinnumarkaður er hornsteinn norræns samstarfs. Samstarfið á sviði vinnumála nær til atvinnu- og vinnumarkaðsmála, auk málefna starfsumhverfis og vinnuréttar.
  • Samstarfið á sviði vinnumála gerir að verkum að starfsumhverfi og starfskjör eru keimlík í öllum norrænu löndunum.
  • Árlega flytja 45 þúsund einstaklingar frá einu norrænu landi til annars. Á hverjum degi ferðast um 70 þúsund yfir landamæri til að stunda vinnu í nágrannalandi.

Hyggst þú starfa á Norðurlöndum? Info Norden vísar þér veginn!

www.norden.org/sv/info-norden

Lestu fleiri sögur