Spila myndskeið

Norðurlöndin í heild sinni geta orðið skólinn þinn


Tugþúsundir Norðurlandabúa stunda það ár hvert. Hvers vegna ekki þú líka? Fyrir Norðurlandabúa er sáraeinfalt að stunda nám í öðru norrænu ríki, þökk sé norrænu samstarfi á sviði menntamála. Og þetta á ekki eingöngu við um Norðurlönd. Eystrasaltslöndin eru líka með.

Nánari upplýsingar um norrænt samstarf á sviði menntamála og rannsókna.

Karla Neslíð Nordplus
Hittu Karla

Hittu: Körlu Neslíð

Á heima: Í Ósló

Starf: Nordplus-nemi

Heldur upp á norrænu samstarfi: Að Nordplus veitir tækifæri til þess að kynnast annarri menningu og öðru fólki.

Karla Neslíð_Nordplus

Ef þú vilt stunda nám á Norðurlöndum eða í Eystrasaltsríkjunum er um marga möguleika að ræða. Norrænt samstarf á sviði menntamála veitir tækifæri til náms bæði á framhaldsskóla- og háskólastigi og á sviði fullorðinsfæðslu.

Nordplus-áætlunin er gott dæmi um norrænt skiptinám. Farir þú í skiptinám gegnum Nordplus áttu kost á styrk til náms í allt að eitt ár samhliða námslánum eða -styrkjum frá heimalandi þínu.

Nám í öðru norrænu ríki gefur mikið. Auk sjálfrar menntunarinnar lærirðu nýtt tungumál og kynnist nýrri menningu.

Kannski lærirðu hvað eftirfarandi orð þýða: Tølva, Dugnad, Sisu, Stumtjener og Pollamjørki.

„Ég get svo sannarlega mælt með því að stunda nám í öðru norrænu landi. Mér finnst það hafa aukið sjálfstraust mitt til muna.“
Karla Neslíð, Nordplus-studerande

Fróðleiksmolar

  • Norrænt samstarf á sviði menntamála gerir þér kleift að stunda nám í hvaða norræna landi eða Eystrasaltslandi sem er.  
  • Nordplus er dæmi um þetta samstarf. Nordplus er menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar á sviði símenntunar.  
  • Tæplega 10 þúsund manns taka þátt í Nordplus-samstarfinu á ári hverju.
  • Ert þú að velta fyrir þér námi í öðru norrænu landi eða Eystrasaltslandi? Skoðaðu þá þessa síðu:

Ert þú að velta fyrir þér námi í öðru norrænu landi eða Eystrasaltslandi? Skoðaðu þá þessa síðu:

www.nordplusonline.org/

Lestu fleiri sögur