1991 Nils-Aslak Valkeapää, Samíska tungumálasvæðið: Beaivi, áhčážan

1991 Nils-Aslak Valkeapää, Det samiska språkområdet: Beaivi, áhčážan
Per-Ola Utsi

Um höfundinn

Nils Aslak Valkeapää var menningarfulltrúi Sama víða um heim. Hann ólst upp í fjölskyldu hreindýrabænda og varð kennari en áhugi hans á að miðla samískri menningu tók æ meiri tíma hans. Joik, ljóð, söngvar, myndlist, kvikmyndalist og pólitísk rit. Nils Aslak átti marga strengi í hörpu sinni. Hann bjó í byggðarlaginu Beahttet á landamærum Svíþjóðar og Finnlands og sagðist finna fyrir einmanaleika í stórborgum. En fann aldrei fyrir honum heima á bænum sínum innan um víddir og vinda, fljótið og fuglana.

Om det vinnande verket

Solen, min far er hetjukvæði um samísku þjóðina. Í myndum og ljóði rekur skáldið sögu hennar allt frá elstu helluristum og fram til okkar tíma. Ljóðin eru innri leiðangur um samíska menningarvitund og náin tengsl hennar við náttúruna og gamlar hefðir. Þar kemur fram réttmætt stolt yfir hinum forna arfi en einnig ósk um að fá hljómgrunn meðal borgarbúa í nútímasamfélagi. Enginn vafi leikur á því að Solen, min far hefur verið ungu samísku listafólki mikilvæg hvatning.

Beaivi, áhčážan (Solen, min far)

Útgáfa: DAT 

Útgáfuár: 1988

Hér er rökstuðningur dómnefndarinnar

"Skáldið hefur skapað verk þar sem fortíð og nútíð, heimildir og skáldskapur tengjast í nýstárlegum og áður óþekktum búningi. Ljóðin eru vitnisburður um menningarsögu Sama og opnar augu lesandans fyrir auði samískrar tungu. Tvíræð og margræð orðin vekja hann til umhugsunar og fylla Samana sjálfa stolti og trú á tungu sína um leið og þau sprengja öll þau mörk sem þrengja að tungumálinu."