ALLWIN (Svíþjóð)

ALLWIN (Sverige)
Ljósmyndari
ALLWIN
ALLWIN dregur úr matarsóun, 2 milljónir máltíða á ári fyrir bágstadda.

Viðskiptahugmyndin felst í því að nýta óskemmdan mat sem verslanir eru vanar að henda, að draga úr sorphirðukostnaði verslana og tryggja að matvælin nái út til fólks sem má sín lítils, félagslega eða efnahagslega. Af þeim 75 þúsund tonnum matvæla sem matvöruverslanir henda, nýtir ALLWIN þúsund tonn.

ALLWIN fer í 19.000 ferðir á ári til að sækja mat og dreifir 2–3 milljónum máltíða til bágstaddra. ALLWIN starfar í jafnri samkeppni og í samvinnu við 73 verslanir í þremur sænskum verslanakeðjum. Fyrirtækið áformar að færa út kvíarnar til annarra landa.

ALLWIN á verðlaunin skilið fyrir frumkvöðlastarf sitt í fyrirtækjarekstri sem ryður brautina fyrir sjálfbæra þróun, félagslega, efnahagslega og vistfræðilega.