Alpo Komulainen, Finnlandi

Alpo Komulainen, Finland
Alpo Komulainen hefur haft mikil áhrif jafnt sem kennari, vísindamaður og framkvæmdaaðili. Með afstöðu sinni gagnvart náttúrunni, sem nú er ríkjandi í Sotkamo, hefur hann haft áhrif á kynslóðir nemenda og stúdenta.

Virðing fyrir náttúrunni hefur komið í veg fyrir bæði ofverndun og eyðileggingu náttúrunnar. Auk kennslunnar hefur hann staðið fyrir náttúrukvöldum, stuðlað að friðun svæða, gerð afþreyingarsvæða og náttúrustíga, meðal annars í Kalevala-garðinum og Malahvia náttúrusvæðinu, jafnframt þessu hefur hann staðið fyrir náttúruferðum.

Hann hefur starfað með fjölda samtaka og ritað fjölda greina.