Andrea Tarrodi

Andrea Tarrodi
Photographer
Louisa Sundell
Andrea Tarrodi er tilnefnd til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2020 fyrir verkið „Acanthes“. Konsert fyrir tvær fiðlur og strengi (2017).

Rökstuðningur:

Andrea Tarrodi hefur fest sig í sessi á undanförnum áratug sem ein öflugasta og sjálfbærasta röddin á tónlistarsviðinu. Tónlist hennar hefur á sér sjaldgæfan ljóðrænan blæ sem er í senn aðkallandi, hvetjandi og fagur. Tarrodi leikur sér að mismunandi tónsmíðatækni með öfundsverðu handbragði. Acanthes er framúrskarandi dæmi um þetta en verkið er samið fyrir tvo fiðluleikara og strengjasveit. Um verkið segir Andrea Tarrodi:

Acanthes samdi ég fyrir Pekka Kuusisto, Malin Broman og Musica Vitae. Verkið sækir innblástur í „Acanthes“, fræga klippimynd úr röð stórra verka af sömu gerð eftir Henri Matisse.Klippimyndir eru mjög sérstök „málverk“ að því leyti að þær eru samsettar úr mörgum lögum. Þær eru allt í senn teikningar (útlínur), málverk (samsetning pappírsforma í ýmsum litum) og skúlptúrar (klipptur pappír). Ég leitaðist við að semja tónverkið á sama hátt með því að túlka í tónlistinni form og liti myndarinnar. Þá eru tvö þjóðlög samofin hugmyndinni. Þegar ég vann að verkinu var ég svo heppin að fá nokkur myndskeið sem Pekka hafði tekið upp með sænskum og finnskum þjóðlögum. Ég valdi Kopsin Jonas og Brudmarsch efter Larshöga Jonke. Öðru hverju heyrast brot úr lögunum en undir lokin heyrast þau í allri sinni dýrð.“