Anne Sofie von Otter

Anne Sofie Von Otter
Ljósmyndari
Richard Dumas
Messósópran

Anne Sofie von Otter (fædd 1955) er þekktasti óperusöngvari Norðurlanda, óháð því hvaða geira er litið til, og margir myndu hiklaust segja sá besti. Svo virðist sem hún geti notað messósópranrödd sína til að takast á við öll hlutverk söngva- og óperutónlistarinnar, allt frá altrödd til sóprans. Anne Sofie von Otter er afburðamúsíkölsk og hljómsveitarstjórar og tónlistarmenn um heim allan elska hana – í senn vegna og þrátt fyrir sterk listræn heilindi hennar. Afraksturinn er langur og stöðugur ferill í fremstu röð tónlistarmanna þar sem alltaf bjóðast verkefni í frægustu tónleika- og óperuhúsum heims.

Útgáfuferill hennar ætti einn sér að tryggja henni færslu í Heimsmetabók Guinness. Hún hefur leikið inn á meira en 150 geisladiska, þar af meira en fimmtíu sólóplötur. Sú síðasta, Douce France, tryggði henni Grammy-verðlaun árið 2015 sem besti söngvari í klassískri tónlist. Með taumlausri sköpunargleði sinni býr von Otter stöðugt til nýjar samsetningar og þar með nýja list – allt frá samstarfi við Elvis Costello og Brad Mehldau, útgáfu á bönnuðum lögum úr fangabúðunum Theresienstadt, til frumflutnings verka sem samin eru sérstaklega fyrir hana. Í tengslum við sextíu ára afmæli sitt í maí syngur hún í nýrri óperu Péter Eötvös í New York.