Annika Sandelin och Karoliina Pertamo

Annika Sandelin
Photographer
Cata Portin
Annika Sandelin och Karoliina Pertamo (myndir): Råttan Bettan och masken Baudelaire (Rottan Bettan og maðkurinn Baudelaire). Babypoesi och vilda ramsor (Ungbarnakveðskapur og villtar þulur) Schildts & Söderströms 2013

Råttan Bettan och masken Baudelaire  (Rottan Bettan og maðkurinn Baudelaire) er úrvalsgóð myndabók full af hreinskiptnum kveðskap fyrir smábörn. Annika Sandelin vinnur afburðagott verk innan þess bókmenntageira sem hentar henni best, það er að segja kveðskapar í ætt við bulljóð, barnaþulur og barnarímur. Samferðamaður hennar á þessum ljóðkönnunarleiðangri er myndskreytirinn Karoliina Pertamo. Textinn jafnt sem myndirnar í myndabókinni er djarflega spaugsamir. Hér má finna myndir af öllu frá röndóttum skrímslanærbuxum til rómantískra ævintýra rykhnoðrans sem eru teiknaðar þannig myndirnar styðja við leikandi ljóðrænan stílinn. Mjótt og hátt brot bókarinnar er nýtt til fullnustu. Einstök ljóð eru tengd saman á lipurlegan hátt með hjálp mynda sem teygja sig yfir heilar opnur með skörpum andstæðum og fljótandi litaskilum: Fjólublátt, grænblátt og fagurrautt blandast með ólífugrænu. Í ljóðunum er oft knýjandi hljómfall, þau eggja til athafna. Stundum kemur höfundurinn sjálfur með uppástungu að leik, eins og gægjast undir sæng eða fara með fingravísur. Ljóðmyndabók Sandelin og Pertamos er djarfleg og skemmtileg og sýnir hvernig hægt er að lýsa barnæsku samtímans á áhugavekjandi og nútímalegan hátt í myndabók sem er í senn hugmyndarík og fagurfræðilega spennandi..

Råttan Bettan och masken Baudelaire hlaut verðlaun Sænska bókmenntafélagsins í Finnlandi (Svenska Litteratursällskapet i Finland) fyrir „sniðugan, villtan texta“ sem „einkennist af mikilli blíðu og virðingu fyrir barninu“. Myndum Pertamos er lýst þannig að þær séu „gefandi og skapi hugmyndatengsl og mæti textanum með eigin skapgerðareinkennum“. „Barnabók sem hætt er við að verði sígild,“ segir í niðurstöðum dómnefndarinnar.