Daníel Bjarnason

Daniel Bjarnason
Photographer
Daniel Bjarnason
Tilnefndur fyrir verkið „Brothers“

Brothers er kraftmikil og margslungin ópera eftir Daníel Bjarnason. Textinn er eftir Kerstin Perski. Verkið byggir á samnefndri kvikmynd sem Susanne Bier leikstýrði en hún samdi jafnframt handritið ásamt Anders Thomas Jensen. Stórbrotin óperan er samin fyrir kór, hljómsveit og níu aðalhlutverk. Tónlist Daníels hentar forminu frábærlega þar sem hann leikur sér með samspil einstakra radda, hljómsveitar og kórs og skapar sannfærandi heim með sinni sérstöku tónlistarrödd. Tónlist hans tekst að miðla andrúmslofti og krafti sögunnar með fjölmörgum blæbrigðum og tækni úr heimi óperunnar.  

Brothers var frumflutt í Musikhuset í Árósum í ágúst 2017 undir leikstjórn Kaspers Holten. Steffen Aarfing hannaði leiktjöld, André de Ridder stjórnaði hljómsveitinni og framleiðandi var Den Jyske Opera.