e1 (Ísland)

e1 - Island
Ljósmyndari
norden.org
Smáforrit sem tengir saman rafbílaeigendur og eigendur hleðslustöðva

Smáforritið e1 er gott dæmi um stafræna nýsköpun sem stuðlar að sjálfbærum lífsháttum á Norðurlöndum.

e1 er markaðstorg nettengdra hleðslustöðva fyrir rafbíla, sem sýnir rafbílaeigendum yfirlit yfir allar aðgengilegar hleðslustöðvar og gerir þeim kleift að velja hentugustu stöðina eftir verði og staðsetningu. Um er að ræða aðgengilega og notendavæna lausn sem gerir rekstur rafbíla auðveldari og meira aðlaðandi.

Hægt er að nýta þjónustuna hvar sem er í heiminum þar sem gott farsímanet er til staðar.