Ebo Krdum
Rökstuðningur
Frá heitum sléttum Suður-Súdans til snæviþaktrar víðáttu í Svíþjóð. Hinn skapandi heimur tónlistarmannsins og aktívistans Ebo Krdum er jafn víðfeðmur og hlykkjóttur og ævisaga hans. Á þessari fyrstu plötu sinni, Diversity, nýtir hann hljóðheim úr uppvexti sínum í hinu stríðshrjáða Darfúr-héraði og blandar honum við eyðimerkurblús og sænska þjóðlagatónlist. Fíngerðar gítarlínur liðast meðfram strengjaútsetningu framleiðandans Önnu Möller í löngum, sveiflandi töktum. Lagatextarnir eru á átta mismunandi tungumálum en þó fer boðskapurinn ekki á milli mála. Á tímum þegar myrk öfl gera tilkall til norrænnar þjóðlagatónlistar sýnir Ebo Krdum í verki hvað sú tónlistarhefð er í eðli sínu innilega fjölmenningarleg og á stöðugri hreyfingu. Í Diversity sameinast allt það besta úr ýmsum áttum. Hér er á ferð listrænt og kraftmikið verk sem upphefur frið, frelsi og samfélag án landamæra.
Tengill