Hamferð

Hamfer
Ljósmyndari
Olaf Olsen Photography
Doom metal-hljómsveit

Hljómsveitin Hamferð var stofnuð árið 2008 og er orðin eitt af stóru nöfnunum í færeyskri tónlist. Með því að tvinna saman annars vegar þunga og fjölbreytta hljóðmynd og hins vegar undirliggjandi angurværð færeyskrar þjóðarsálar tekst hljómsveitinni að skapa eigin ljóðrænan tónlistarheim sem höfðar til breiðs hóps áheyrenda. Enn styrkari stoðum er skotið undir þessa grunnhugmynd sveitarinnar með innilegri, mikilfenglegri og fjölbreytilegri sviðsframkomu þeirra þar sem tónlist, ljóðræna og umhverfið búa til algerlega einstaka heildarmynd.

Hamferð hefur gefið út tvo diska og hefur hingað til farið í hljómleikaferðir um Norðurlönd og Evrópu. Sveitin er í stöðugri þróun – þróun þar sem er pláss fyrir hvort tveggja harðskeytta og íhugula tjáningu.

Meðlimir: Jón Aldará – söngur, John Egholm – gítar, Theodor Kapnas – gítar, Remi Johannesen – trommur, Esmar Joensen – hljómborð, Ísak Petersen – bassi.