Handhafi Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2013

Pekka Kuusisto
Photographer
Kaapo Kamu
Pekka Kuusisto hlýtur Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2013.

Finnski fiðluleikarinn Pekka Kuusisto hlýtur Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs. Ákvörðunin var tilkynnt á verðlaunahátíð Norðurlandaráðs í Ósló.

Í rökstuðningi dómnefndarinnar segir að Pekka Kuusisto (fæddur 1976) sé ótvírætt fiðluleikari á heimsmælikvarða og að hann búi yfir einstakri sköpunar- og tónlistargáfu.

Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs nema 350 þúsund dönskum krónum. Það var verðlaunahafinn frá því í fyrra, Anna Þorvaldsdóttir, sem afhenti verðlaunin á hátíð Norðurlandaráðs í Ósló á miðvikudagskvöld.

Rökstuðningur dómnefndar

Pekka Kuusisto fer óbundinn og fullur forvitni um víðar lendur tónlistarinnar og finnur þar alveg nýjar hliðar á þekktum fyrirbrigðum.

Hann er óhræddur við að nema ný lönd, en býður jafnframt áheyrendum og meðspilurum til skapandi samspils.

Sem tónskáld, útsetjari og listrænn stjórnandi býr hann til samhengi sem örvar til sköpunar, ekki síst á sviði þjóðlagatónlistar.

Pekka Kuusisto hefur sterka nærværu á sviði og hann hefur vald á öllum aðferðum og stílbrögðum, allt frá tæknilegum snilldarbrögðum til hins einfalda og hjartnæma.