Jagten (The Hunt) - Danmörk

Jagten (Danmark)

Ágrip

Eftir erfiðan skilnað er hinn fertugi Lucas búinn að eignast nýja kærustu, fá nýtt starf og er að vinna í því að endurnýja samband sitt við Marcus, son sinn á táningsaldri. En hlutirnir fara úr böndunum. Bara ein athugasemd, tilviljanakennd lygi. Og á meðan snjórinn fellur til jarðar og kveikt er á jólaljósunum, breiðist lygin út eins og vírus. Áfallið og vantraustið magnast og litla samfélagið er allt í einu komið í sameiginlegt móðursýkiskast, á meðan Lucas berst einn fyrir lífi sínu og virðingu.

Rökstuðningur dómnefndar

„Í „Jagten“ gerir Thomas Vinterberg það sem hann gerir best, og það sem fáir aðrir leikstjórar ná að gera, að segja sögu sem er hástemmd en fjallar jafnframt um erfið málefni, svo allir þurfa að hugsa sig um: nútíma nornaveiðar, sekt og sakleysi, traust og fyrirgefningu og glötun sakleysis í ofverndandi heimi. Gott handrit og blæbrigðarík frammistaða Mads Mikkelsen í hlutverki „bráðarinnar“ skemmta áhorfandanum og hann hættir aldrei að velta myndinni fyrir sér.“

Um myndina

Árið 1999, ári eftir að Thomas Vinterberg hlaut alþjóðlegan frama fyrir fyrstu kvikmynd sína Veisluna, hafði barnasálfræðingur samband við leikstjórann og afhenti honum skýrslu sem hann hvatti hann til að lesa því hún varpaði ljósi á misnotkun með skjölum sem fjalla um börn og ímyndanir þeirra. En Vinterberg las ekki skjölin og setti þau í geymslu.  Áratug seinna rakst hann á skýrslu sálfræðingsins, las hana og varð fyrir miklum áhrifum af innihaldi hennar. Hann sá samstundis að þarna væri frábært efni í kvikmynd. Til þess að þróa sögu um mann sem er ranglega ásakaður um barnaníð og ofsóttur af samfélagi, fékk Vinterberg aftur í lið með sér hinn hæfileikaríka Tobias Lindholm sem hafði skrifað með honum verðlaunamyndina Submarino  (sem hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2010).

Mads Mikkelsen var fenginn til að leika aðalhlutverkið sem hann hlaut verðlaun fyrir sem besti leikari á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2012, en það voru fyrstu alþjóðlegu verðlaunin af fjölmörgum. Meðal annarra alþjóðlegra verðlauna sem Jagten  hefur hlotið eru fyrir besta handrit á European Film Awards árið 2012 og Best International Independent Film á British Independent Film verðlaunahátíðinni árið 2012.

Myndin sem er framleidd af Zentropa naut einnig mikilla vinsælda í kvikmyndahúsum heima fyrir (tekjuhæsta danska kvikmyndin árið 2013) og hefur verið sýnd í rúmlega 30 löndum, s.s. Frakklandi, Bretlandi, Þýskalandi, Ítalíu og Bandaríkjunum.

Handritshöfundur - Leikstjóri Thomas Vinterberg

Fæddur árið 1969 í Kaupmannahöfn, Thomas Vinterberg gerði fyrstu stuttmynd sína 16 ára að aldri. Þremur árum seinna fékk inngöngu í Danska kvikmyndaskólann og útskriftarmynd hans Sidste omgang  var tilnefnd til skólaverðlaunanna. Fyrsta myndin í leikstjórn hans De største helte frá árinu 1996 hlaut þrenn Robert-verðlaun. Tveimur árum seinna fékk hann alþjóðlega viðurkenningu fyrir Veisluna -fyrstu mynd Dogma hreyfingarinnar- sem hlaut fjölda verðlauna þar á meðal verðlaun dómnefndar í Cannes. Leikstjórinn snéri sér síðan að kvikmyndum á ensku með It’s All About Love (2003) og Dear Wendy (2005). Hann snéri aftur heim og gerði gamanmyndina En mand kommer hjem (2007) og síðan Submarino (2010). Myndin tók þátt í aðalkeppninni í Berlín og hlaut fjölda verðlauna, þar á meðal kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2010.

Árið 2008 hlaut Vinterberg Achievement in World Cinema verðlaunin á European Film Awards árið 2008 fyrir hlut sinn við að stofna til  Dogma hreyfingarinnar árið 1995. Á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2013 hlaut hann Prix MEDIA fyrir besta nýja kvikmyndaverkefni með möguleika á MEDIA stuðningi. The Commune sem byggir á leikriti Vinterberg sem notið hefur mikilla vinsælda verður enn á ný skrifuð í samvinnu við Lindholm.

Hinn 44 ár gamli leikstjóri tengist einnig kvikmynd á ensku Far From the Madding Crowd sem byggð er á sígildri skáldsögu, með Carey Mulligan og Matthias Schoenaerts.

Handritshöfundur, Tobias Lindholm

Tobias Lindholm sem er fæddur árið 1977, er í dag talinn einn hæfileikaríkasti sögumaður Dana. Hann var enn við nám í handritsgerð við danska kvikmyndaskólann árið 2007 þegar Thomas Vinterberg bað hann um að skrifa með sér handritið að Submarino. Myndin fékk mörg mikilsmetin verðlaun, svo sem kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2010. Sama ár skrifaði Lindholm og leikstýrði ásamt Michael Noer fangelsismyndinni Rsem var frumsýnd í Rotterdam og hreif gagnrýnendur og dómnefndir kvikmyndahátíða með sér með notkun sinni á raunsæi og sannleika.  Annað skiptið sem Lindholm vann með Vinterberg var við myndina Jagten sem hlaut meira en 14 alþjóðleg verðlaun, þar á meðal fyrir besta leikara í Cannes árið 2012 og fyrir besta handrit á European Film Awards árið 2012.

Fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd, Kapringen (2012) festi nafn hans í sessi á alþjóðavettvangi. Síðan myndin var frumsýnd í Feneyjum árið 2012 hefur hún verið sýnd á 36 alþjóðlegum kvikmyndahátíðum og unnið 12 verðlaun, þar á meðal fimm Róbert verðlaun í Danmörku fyrir bestu mynd og besta handrit.

Nýjasta handrit Lindholm tengist I lossens time eftir Søren Kragh Jacobsen og hann er um þessar mundir ásamt Vinterberg að skrifa handrit  að næstu mynd Vinterberg The Commune.

Lindholm hefur skrifað nokkra þætti í þáttaröðum danska ríkisútvarpsins DR um The Summers og Borgen og var nýlega tilnefndur einn af Variety’s 10 Directors to Watch.

Framleiðandi, Sisse Graum Jørgensen

Sisse Graum Jørgensen sem fæddist í Kaupmannahöfn árið 1972 er einn af stjörnuframleiðendum Zentropa. Hún útskrifaðist með B.A í viðskiptum og hagfræði frá CBS árið 1995. Árið 1999 gekk hún til liðs við Zentropa og starfaði sem aðstoðarmaður Peter Aalbæk Jensen, meðstofnanda, og síðan þá hefur hún framleitt meira en 21 kvikmynd fyrir fyrirtækið auk sjónvarpsþáttaraðarinnar Blekingegade.

Fyrsta myndin í fullri lengd sem Sisse Graum framleiddi árið 2001 varChop Chop eftir Niels Arden Oplev en hún vann einnig með honum árið 2006 að We Shall Overcome. Hún er sérstaklega vel þekkt fyrir langtíma samstarf sitt og Susanne Bier sem hófst árið 2002 með Elsker dig for evigt  (tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2002) en þar gegndi hún stöðu meðframleiðanda. Hún framleiddi síðan Brødre (2004),  Efter brylluppet sem var tilnefnd til Óskarsverðlauna, Óskarsverðlaunamyndina Hævnen og rómantísku gamanmyndina Love is All You Need.

Meðal annarra danskra leikstjóra sem unnið hafa með henni eru Jacob Thuesen (The Early Years-Erik Nietzsche Part 1, tilnefndur til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2008), Thomas Vinterberg (Dear WendyJagten), Lone Scherfig (Wilbur Wants to Kill Himself), Kristian Levring (Den du frygter), Pernille Fisher Christensen (En familie) og Nicolaj Arcel (En kongelig affære, tilnefndur til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2012).

Graum Jørgensen er að vinna að tveimur dönskum myndum: Someone You Love eftir Pernille Fischer Christensen með Tine Dyrholm, Mikael Persbrandt í aðalhlutverkum, og  The Salvation eftir Kristian Levring með Mads Mikkelsen í aðalhlutverki.

Á alþjóðavettvangi var hún meðframleiðandi að Red Road (2006) eftir Andrea Arnold sem hlaut Cannes Special Jury Prize verðlaunin og Perfect Sense (2011) eftir David McKenzie’s sem tók þátt í Sundance kvikmyndahátíðinni.

Árið 2003 var Graum Jørgensen valin „Producer on the Move“ á Cannes kvikmyndahátíðinni.

Framleiðandi, Morten Kaufmann

Født 1963. Morten Kaufmann blev færdig som producer fra Den Danske Filmskole i 1995. Kort efter begyndte han at arbejde for Nimbus Film, hvor han producerede en række kortfilm og flere prisbelønnede film af Ole Christian Madsen (En kærlighedshistorieNordkraftPragFlammen & Citronen), Søren Kragh-Jacobsen (Mifunes sidste sang), Natasha Arthy (Mirakel) og Dagur Kári (Voksne mennesker).

Kaufmanns første samarbejde med Thomas Vinterberg var den prisbelønnede kortfilm, Drengen der gik baglæns (1995). Siden da har han produceret stort set alle Vinterbergs film. Efter De største helte (1996) var Kaufmann line-producer på Festen og It’s All About Love. I 2007 var han producer og medforfatter til En mand kommer hjem. Herefter var han producer på den prisbelønnede Submarino (vinder af Nordisk Råds filmpris 2010) og Jagten.

I 2011 dannede Kaufmann produktionsselskabet Toolbox Film med Signe Leick Jensen. Deres film, Hemmeligheden (2012), instrueret af Morten Køhlert vandt prisen for børne- og ungdomsfilm i Lübeck. Et af deres mange projekter er Christina Rosendahls kommende film Idealisten.

Helstu Framleiðsluupplýsingar

Upprunalegur titill: Jagten

Leikstjóri: Thomas Vinterberg

Handritshöfundar: Thomas Vinterberg, Tobias Lindholm

Framleiðendur: Sisse Graum Jørgensen, Morten Kaufmann

Aðalhlutverk: Mads Mikkelsen, Susse Wold, Thomas Bo Larsen, Lars Ranthe

Framleiðslufyrirtæki: Zentropa Entertainments

Lengd: 111 mín

Dreifing innanlands: Nordisk Film

Alþjóðleg dreifing: TrustNordisk

Fulltrúar í dómnefnd

Per Juul Carlsen, Eva Novrup Redvall, Jakob Wendt Jensen