Janus Rasmussen

Janus Rasmussen
Photographer
Eydís María Ólafsdóttir
Janus Rasmussen er tilnefndur til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs fyrir verkið „VÍN“. Plata (2019).

Rökstuðningur:

Janus Rasmussen gaf út sína fyrstu sólóplötu VÍN árið 2019 en þar kannar hann margvíslegar hljóðmyndir/ umhverfishljóð innan ramma raftónlistarinnar.

Hann leikur á gítar en í tónlistinni leitast hann einnig eftir að skapa sín eigin hljóð á rafrænan hátt. Á undanförnum árum hafa þeir Ólafur Arnalds myndað færeysk-íslenska tvíeykið Kiasmos. Þeir hafa komið fram á virtum hátíðum um heim allan og hlotið mikið lof gagnrýnenda.

Á sólóplötunni VÍN fylgir Janus blæbrigðaríkum hugmyndum sínum eftir með stórkostlegum árangri. VÍN er tekin upp eins og plötusnúðasett undir glæsilegri stjórn og samanstendur af tólf innbyrðis tengdum lögum. Hvert lag ber nafn litar, tölu eða mánaðar. Á plötunni sýnir Janus Rasmussen og sannar að hann er hæfileikaríkur tónlistarmaður sem er fær um að flétta saman örugga stjórn á tækninni og hófsama ljóðlist.