Jens-Kjeld Jensen, rithöfundur – Færeyjar

Jens-Kjeld Jensen
Photographer
Jens-Kjeld Jensen
Hefur undanfarin 40 ár lýst líffræðilegri fjölbreytni í Færeyjum.

Jens-Kjeld Jensens er tilnefndur til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2020.

Til þess að vita hvernig á að vernda líffræðilega fjölbreytni verður að vita hvað á að vernda. Gríðarlegur áhugi á náttúrunni og aðstæðum í náttúrunni hefur í meira en 40 ár verið matreiðslumanninum Jens-Kjeld Jensen hvatning til skrifa. Hann hefur skrifað fimm bækur og meira en 500 greinar um líffræðilega fjölbreytni í Færeyjum, þar af meira en 200 fræðigreinar og fræðigreinar fyrir almenning. Því er varla hægt að kalla starf hans tómstundaiðju, sem hann gerir þó sjálfur með gleði. Auk skrifa sinna er Jens-Kjeld Jensen einnig virkur á vettvangi náttúrunnar og safn hans af færeyskum músum hefur verið notað við rannsóknir bæði í Þýskalandi og Stóra-Bretlandi.

Jens-Kjeld Jensen hefur lagt mikla áherslu á nýjar og ágengar tegundir dýra og plantna í Færeyjum í rannsóknum sínum á líffræðilegri fjölbreytni og hann hefur tekið þátt í að skrá meira en 350 nýjar tegundir í Færeyjum. Meira en 25.000 manns heimsækja heimasíðu Jens-Kjeld Jensen í hverjum mánuði. Greinar hans um líffræðilega fjölbreytni í Færeyjum ná því mikilli útbreiðslu.

Hann er ímynd borgarans sem fylgir skoðunum sínum eftir óháð því hversu margar hindranir verða á vegi hans.

Ricardo L. Palma, sýningarstjóri skordýra, Wellington, Nýja-Sjálandi