Kimmo Pohjonen

Kimmo Pohjonen
Photographer
Marja Seppala
Harmónikuleikari

Finnski ævintýramaðurinn Kimmo Pohjonen (fæddur 1964) er þekktur fyrir byltingarkennda harmoníkutónlist sína, hljóð og tónleika. Pohjonen er innblásinn tónlistarmaður með takmarkalausa sköpunargáfu og með rætur í margs kyns tónlist, allt frá þjóðlagatónlist og sígildri tónlist til rokk-, tilrauna- og leikhústónlistar. Árið 2014 hélt Pohjonen upp á fimmtugsafmæli sitt með tónleikum með Kronos-kvartettinum og sannkallaðri flugeldasýningu verka frá öllum ferlinum, þar á meðal Uniko með Proton-strengjakvartettinum, Bright Shadow med balletdansaranum Minna Tervamäki, Accordion Wrestling og Earth Machine Music.

Pohjonen hefur unnið með þekktum alþjóðlegum tónlistarmönnum á borð við Kronos-kvartettinn og Pat Mastelotto og Trey Gunn úr King Crimson. Heimildamyndin Soundbreaker sem fjallar um Pohjonen hefur verið sýnd í meira en þrjátíu löndum. Pohjonen tók þátt í að semja tónlistina fyrir myndina Jade Warrior frá árinu 2005 sem vann finnsku Jussi-kvikmyndaverðlaunin. Pohjonen hefur komið fram í nokkrum af þekktustu tónleikahúsum heims, þar á meðal The Proms/Royal Albert Hall, Barbican, Lincoln Center og Carnegie Hall.