Living Places Copenhagen – Danmörk

Living places Dk miljøpris 2024
Ljósmyndari
Adam Mork
Samfélagsmiðað húsnæði með lágt kolefnisspor sem stenst verðsamanburð við einbýlishús.

Living Places Copenhagen er tilnefnt til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2024. 

Living Places Copenhagen er byggingarverkefni sem sýnir að hægt er að byggja samfélagsmiðað húsnæði með þrisvar sinnum lægra kolefnisspor en gert er ráð fyrir í gildandi byggingarreglugerð í Danmörku. Jafnframt sýnir verkefnið að hægt sé að byggja húsnæði í stórum stíl sem stenst samanburð við markaðsverð á einbýlis- eða raðhúsum. Unnin hefur verið allsherjar lífsferilsgreining á framkvæmdunum sem felur í sér að allt efni, hönnun og byggingaraðferðir eru valdar og kortlagðar með tilliti til kolefnisspors.

Byggingarnar eru hluti af hugmyndafræðinni „heimkynni“ eða „levesteder“ sem snýst um að sýna fram á að við þurfum ekki að bíða eftir framtíðartækni til þess að byggja húsnæði með lágt kolefnisspor. Hugmyndfræðin byggist á fimm lykilatriðum sem hægt er að nýta í jafnt nýjum sem gömlum byggingum: Íbúðarhúsnæði á að vera heilnæmt, einfalt, skalanlegt, á viðráðanlegu verði og þannig að hægt sé að deila því.

Living Places Copenhagen samanstendur af sjö tilraunaverkefnum: Fimm opnum skálum og tveimur tilbúnum íbúðarhúsum í fullri stærð. Byggingarnar eru gott dæmi um þessa hugmyndafræði og fjölmiðlaáhugi, jafnt innanlands sem -utan, ber vott um þau tækifæri sem í verkefninu felast.